Árgjald í GVS óbreytt milli ára – kennsla og æfingaboltar innifaldir í árgjaldi.

6/2/14 10:36

Aðalfundur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar var haldinn mánudaginn 27. janúar. Á dagskrá voru venjuleg aðlfundarstörf. Samþykkt var að halda árgjöldum óbreyttum fyrir árið 2014. Æfingaboltar og golfkennsla verða áfram innifalin í árgjaldinu. Aðalfundur veitti stjórn heimild til þess að hefja framkvæmdir við áhalda- og æfingaaðstöðu. Sitjandi stjórn gaf áfram kost á sér fyrir utan Jón Mar Guðmundsson og eru honum þökkuð vel unnin störf. Nýir aðilar í stjórn voru kosnir þeir Hilmar Egill Sveinbjörnsson og Sigurður J. Hallbjörnsson.

Ársreikningur félagsins 2013 ber nokkurn keim af blautu sumri 2013. Tekjur á milli ára lækka um 7% sem verður samt að teljast nokkuð góður árangur, miðað við það að félags- og vallargjöld lækkuðu um 11,3%. Með aðhaldi í rekstri og útsjónarsemi vallarstjóra og stjórnarmanna tókst að ljúka árinu 2013 nokkurn veginn á núlli. EBITDA var jákvæð um rúmar 2,0 milljónir. Rekstrarhalli var  0,5 milljónir.

Stjórn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar er skipuð:

Andrés Guðmundsson formaður
Jón Ingi Baldvinsson varaformaður
Jón Páll Sigurjónsson gjaldkeri
Stefán Sveinsson formaður vallarnefndar
Hallberg Svavarsson formaður mótanefndar
Guðbjörn Ólafsson formaður forgjafanefndar
Magnús Árnason ritari
Hilmar
Egill Sveinbjörnsson
varamaður
Sigurður J. Hallbjörnsson

Þorvarður Bessi Einarsson

varamaður

varamaður