Tilkynning frá Kjörnefnd GVS 2019

Tilkynning frá Kjörnefnd GVS

Til allra félaga í GVS.

Kjörnefnd Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) auglýsir eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund hans sem verður haldinn mánudaginn 2. Desember 2019 kl. 20:00 í golfskála GVS

Um er að ræða framboð til formanns til eins árs; gjaldkera, formann mótanefndar, formann vallarnefndar og formann forgjafarnefndar til tveggja ára. Þá er kosið um þrjá varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara, til eins árs.

Þeir sem gefa kost á sér til áframhaldandi setu í núverandi embætti eru:

formaður,

formaður vallarnefndar,

formaður forgjafarnefndar

Frambjóðendur skulu vera félagsmenn í GVS. Framboð þurfa að berast kjörnefnd eigi síðar en föstudaginn 29. Nóvember 2019 kl. 22:00. Framboðum skal skila í tölvupósti á tölvupóstfangið

siggi.hallbjorns@gmail.com

gvsgolf@gmail.com

jon@vogar.is

Kjörnefnd GVS

Sigurður J. Hallbjörnsson

Húbert Ágústsson

Jón Ingi Baldursson

 

Mánudaginn 2. des ! Aðalfundur GVS 2019

Aðalfundur GVS  mánudaginn 2.12.2019

 

Haldinn í Golfskálanum kl.20:00

Fundur settur.

Kosning fundarstjóra.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar, formaður Hilmar Egill Sveinbjörnsson

2.Skoðaðir reikningar GVS,  gjaldkeri Hildur Hafsteinsdóttir

3.Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur skv. 9. grein.

  1. Lagabreytingar

5.Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.

a,Formaður , til eins árs.

  1. Gjaldkeri til 2 ára

c.Formaður Mótanefndar, til 2 ára

d.formaður Vallarnefndar, til 2 ára

e.Formaður Forgjafarnefndar, til 2 ára

f. 3 varamenn til eins árs..

g.Tveir Skoðunarmenn reikninga. Og einn til vara.

6.Önnur mál.

Stjórn GVS

Hjóna og parakeppni GVS.

Opna Hjóna og parakepni GVS

er á morgun sunnudaginn 8. sept.
Opið fyrir skráningu til kl 23.00 í kvöld !
Glæsilegir vinningar frá Bláa lóninu
Eitt vinsælasta GVS-mótið undanfarin ár.
Félagar látið þetta mót ekki fram hjá ykkur fara.
Ekta golfveður á morgun.
Bara drífa sig í að skrá sig, og fara svo snemma að sofa!
Vakna hress og vera með.
Mótanefnd.

Bændaglíma GVS 2019

Búhjúarveisla (Bændaglíma) GVS 14. sept

MUNA AÐ SKRÁ SIG Á Golf.is

Er lokamót GVS þetta árið, og lokahóf !

Félögum er skipt up í 2 hópa, þar sem hóparnir keppa sín á milli. Mótið er fyrir alla félagsmenn, óháð forgjöf. Við hvetjum nýliða sérstaklega til að taka þátt. Keppt er með Texas fyrirkomulagi. Valdir eru 2 bændur sem stýra liðunum, og er síðan valið í 2 lið.
Bændur í ár eru Hildur Hafsteinsdóttir Holubani
og Gísli Eymarsson Bolabani

Þetta er skemmtilegasta mót ársins, Hér ræður léttleikinn för, golfið er aukaatriði.

Allir félagsmenn hvattir til að taka þátt. Glaumur og gleði að loknu móti.

Matur, drykkir, Árið gert upp í klúbbhúsi, verðlaun veitt fyrir bikar og Wendel.

Endilega takið daginn frá og skemmtum okkur öll saman í lok golfvertíðar 2019.

ÞETTA VERÐUR GEGGJAÐ STUÐ !!!!

Mynd frá Golfklúbbur GVS.

Úrslit í firmakeppni GVS og Wirtgen

 

Kylfingur punktar
Stofnfiskur 1 52
Colas 46 
Útgerðafélag Íslands 45
Nesbú 44
Nói Síríus 44
Ás smíði 43
147 Ehf 42
Colas 2 41
Beitir 40
Kvika 40
Sos 1 40
Arctica finance 39
Wirtgen 2 39
JÁS Lögmenn 38
Stofnfiskur 2 38
Vogar 38
Wirtgen 1 38
Gámaþjónustan 37
Jónsi 37
Fjarðarkaup 36
Morenot 35
Múrfell 35
Sos verra liðið 35
Drafnarfell 32
colas1 31
MHG 31
Aalborg Portland 21
DNA 0

Lengsta dræf kvenna Sigurdís Reynisdóttir
Lengsta dræf Karla Húbert Ágústsson
Næstur holu á 3 braut Jón Jóhannsson
Næstur holu á 8 braut Hildur Hafsteinsdóttir