Aðalfundur

Aðalfundur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar var haldinn í golfskála GVS síðastliðið mánudagskvöld. Á dagskrá fundarinns voru venjuleg aðalfundarstörf ásamt öðrum málum. Formaður fór yfir skýrslu stjórnar og gjaldkeri skýrði ársreikning. Gjaldskrá var samþykkt sem hér segir: http://gvsgolf.is/um-klubbinn/gjaldskra/

Kosið var í nýja stjórn og gáfu allir sitjandi stjórnarmenn kost á sér til áframhaldandi starfa nema fráfarandi formaður, Andrés Ágúst Guðmundsson. Við starfi hans tók Hilmar Egill Sveinbjörnsson.Einnig var kosinn sem annar maður í varastjórn Sigurður Gunnar Ragnarsson.IMG_8602

Andrés afhendir Hilmari Agli lyklavöldin.

Stjórn klúbbsins er sem hér segir:
Hilmar Egill Sveinbjörnsson                  Formaður                            844-6764
Jón Ingi Baldvinsson                                  Varaformaður                  691-1402

Jón Páll Sigurjónsson                                Gjaldkeri                             861-3954
Stefán Sveinsson                     FormaðurVallarnefndar                858-6482
Hallberg Svavarsson                   Formaður Mótanefndar          897-2462
Guðbjörn Ólafsson                 Formaður Forgjafanefndar         824-3819
Magnús Árnason                          Ritari                                                    696-1770
Þorvarður Bessi Einarsson                Varamaður

Sigurður Gunnar Ragnarsson          Varamaður

Sigurður J. Hallbjörnsson                   Varamaður

Stjórn og starfsmenn GVS vilja nota tækifærið og þakka Andrési fráfarandi formanni klúbbsins fyrir óeigingjarnt starf fyrir golfklúbbinn. Frá stofnun klúbbsins hefur hann verið í stjórn klúbbsins og gengt hinum ýmsu stjórnarstörfum ásamt því að vera drífandi kraftur í uppbyggingu klúbbsins.

Úrdráttur úr ársreikningi GVS 2014.

Kjörnefnd Golfklúbbs GVS

Kjörnefnd Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS)

Auglýsir eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund hans sem verður haldinn mánudaginn 2. febrúar nk. kl. 20:00 í golfskála GVS.

Um er að ræða framboð til formanns GVS til eins árs, varaformanns, ritara og formanns vallarnefndar til tveggja ára og tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs. Þá er kosið um þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi setu nema sitjandi formaður.
Frambjóðendur skulu vera félagsmenn í GVS. Framboð þurfa að berast kjörnefnd
eigi síðar en 29. janúar nk. kl. 14:00. Framboðum skal skila í tölvupósti á
tölvupóstfangið trausti@gardabaer.is, golfskali@simnet.is eða jon@vogar.is

Golfklúbbur GVS VINNUKVÖLD !

Vinnudagur/kveld.

Ákveðið hefur verið að koma saman og klára að einangra og klæða verkfæra og æfingaaðstöðuna næstkomandi miðviku og fimmtudagskvöld 19. og 20. nóv.Vallarstjóri verður á svæðinu frá kl 17.00 og verður unnið svo lengi sem menn nenna 🙂

Verður farið í að klæða loft með vindpappa, smella glerull í og plasta svo yfir.  Allir sem áhuga hafa á því að mæta, geta sent e-mail á gvsgolf@gmail.com. Ef einhver lumar á loft-heftibyssu þá væri þannig græja vel þegin.

DCIM100MEDIA

 

Mbk.

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

 

Vetraropnun á Kálfatjarnarvelli.

Opið verður fyrir almenna kylfinga á kálfatjarnarvöll um helgina. Flatargjald með kaffisopa verður 2500 fyrir daginn.Skálinn verður opnaður klukkan 10.00 og verður opinn fram eftir degi.Völlurinn er með opið inn á sumarflatir og teiga. Vinar og fyrirtækjasamningar eru ekki í gildi.

 

VallarstjóriDCIM100MEDIA

                                Afhending æfinga og tækja skemmu og Bændaglíma.

DJI00082-1024x576

Laugardaginn 27.september 2014

Dagskrá.

kl. 14.00                      Formleg afhending á æfinga og tækja skemmu                                                frá verktökum til G,V,S,

Af því tilefní er öllum  félögum G,V,S boðið til fagnaðar í skemmunni þar sem léttar veitingar verða í boði.

kl.16.00                      BÆNDAGLÍMA.  Leikið verður með Texas fyrirkomulagi. Áætlað er að ræsa út af öllum teigum kl. 16. Matur og fl. í skálanum eftir leik, Bændur verða þeir Guðni og Guðni. Verð með mat og fl. aðeins kr. 3.000.- Skráning er á golf.is og er aðeins ætluð til að tilkynna þátttöku. Skráningu lýkur fimmtudaginn 25.sept. kl. 16

Allir að vera með

G.V.S. Fagnaður

 

                                Afhending æfinga og tækja skemmu og Bændaglíma.

Laugardaginn 27.september 2014

Dagskrá.

kl. 14.00                      Formleg afhending á æfinga og tækja skemmu                                                frá verktökum til G,V,S,

Af því tilefní er öllum  félögum G,V,S boðið til fagnaðar í skemmunni þar sem léttar veitingar verða í boði.

kl.16.00                      BÆNDAGLÍMA.  Leikið verður með Texas fyrirkomulagi. Áætlað er að ræsa út af öllum teigum kl. 16. Matur og fl. í skálanum eftir leik, Bændur verða þeir Guðni og Guðni. Verð með mat og fl. aðeins kr. 3.000.- Skráning er á golf.is og er aðeins ætluð til að tilkynna þátttöku. Skráningu lýkur fimmtudaginn 25.sept. kl. 16

Allir að vera með

 

L