Undanúrslit

Sveit GVS vann sinn leik í morgun og var rétt í þessu að hefja leik gegn golfklúbbi Norðfjarðar í undanúrslitunum, en sigurliðið kemst upp í 3.deild að ári.  Gaman væri að sjá fleiri félaga GVS á svæðinu til að hvetja okkar menn og koma þeim í úrslitin.

GVS sveitin að gera góða hluti

Nú hefur sveitin okkar hafið leik á öðrum keppnisdegi í talsverðum norðan vindi. 2 fárbærir sigrar komu í hús í gær og viljum við kvetja félaga GVS til að mæta og styðja við bakið og hvetja okkar menn. Einnig gæti okkur vantað einhverja sjálboðaliða til að draga kerrurnar fyrir liðsmenn

KÁLFATJARNARVÖLLUR LOKAÐUR !

Ágætu GVS félagar .20140806_192203-001

Kálfatjarnarvöllur verður lokaður að mestu á morgun, og síðan alveg á föstudag, laugardag og fram á kvöld á sunnudag, vegna sveitarkeppni GSÍ.

Félagar í GVS geta spilað á öðrum völlum sem ekki halda sveitarkeppni um helgina á 50 % afslætti gegn framvísun félagsskýrteinis eða pokamerkis.

Þeir félagar sem hafa áhuga á að fylgjast með keppninni, er að sjálfsögðu velkomnið að koma og styðja við sveitina okkar, og eða draga fyrir sveitina .

Mótsstjórn.

Sveitakeppni 8 ágúst

Kæru félagar.
Þann 8 ágúst hefst sveitakeppni 4 deild á okkar fallega velli Kálfatjörn þar sem sveit GVS mun spila, OKKUR VANTAR AÐSTOÐ FRÁ ÞÉR.
Þú kæri félagi getur komið og aðstoðaða við framkvæmd mótsins þ,e,s nánast allt, eins vantar okkur í sveitinni stuðning frá þér hvort hann er í formi að labba með og hvetja áfram eða hreinlega að draga kerruna fyrir okkur, okkur vantar bæði, og þess vegna biðla ég til ykkar, sá stuðningur er okkur mikilvægur
Eins veit ég að þeim Hallbergi og Húbba vantar aðstoð.
Við erum ekki mörg í GVS en við erum samt best og lang flottust og því veit ég að þið munuð koma og hjálpa okkur að ná okkar markmiði í þessu móti, sem er einfalt 3 deild á næsta ári og með ykkar aðstoð er ég viss um að það takist.
Munið helgin eftir verslunarmannahelgi þ,e,s föstudag, laugardag og sunnudag er mótið.

Kær golfkveðja.
Guðbjörn.

Meistaramót breyting

Vegna slæmrar veður spár á fimmtudag, hefur verið ákveðið að 3.flokkur, kvenna flokkur og öldunga flokkur sem hefja áttu leik á fimmtudag hefji leik á morgun miðvikudag . Fimmtudagur dettur því út hjá þessum flokkum. Rástímar haldast óbreittir.  Aðrir flokkar eru beðnir um að fylgjast með fréttum hér á síðunni eða á facebook síðu okkar hvort fimmtudagur verði felldur út hjá þeim líka.

Mótanefnd

Meistaramóts þáttakendur GVS. ATH!

Meistaramót ATH
Vegna slæmrar veðurspár fyrir fimmtudag hefur verið ákveðið að 3.flokkur, kvenna flokkur og öldunga flokkur hefji leik á morgun miðvikudag í stað fimmtudags .

cropped-cropped-10153950_239106822947194_8177183227675547591_n11.jpg

Meistaramót GVS hefst á miðvikudag 9 júlí, skráning stendur yfir á golf.is.

Veðurspáin er alveg ágæt, hægur vindur og smá væta af og til, spáin fyrir laugardaginn er hinsvegar alveg frábær. logn 15 stiga hiti og skýjað. Hvetjum alla félagsmenn til að skrá sig og taka þátt í skemmtilegasta móti ársinns.

Nánari uppl. og skráning er á golf.is.

OPIÐ STYRKTARMÓT FYRIR A-SVEIT GVS

Vinningaskráin er ekkert smá glæsileg !

ERTU BÚINN AÐ SKRÁ ÞIG Í MÓTIÐ 6. JÚLÍ

-Verkfærasett
-Mánaðarkort í Sporthúsið

-Gjafabréf í All in
-Út að borða Asía 8000 kr 
-Gjafabréf í Hole in One 7000 kr
-Pönnukökupanna að verðmæti 12000 kr
-Softshell jakki að verðmæti 10000 kr
-4 öskjur af fiski
-Humar
-Gjafaöskjur og konfekt frá Nóa Síríus 
-Golfkúlur
-Út að borða Duus hús
-Gjafabréf í Símensbúðina 2500 kr 
-Út að borða fyrir 2 á KFC