ÁTTU EFTIR AÐ GREIÐA FÉLAGSGJALDIÐ FYRIR 2017 ?

Nú styttist  í að völlurinn okkar á Kálfatjörn opni og því mikilvægt að klára að greiða félagsgjaldið fyrir árið 2017. Frá og með 1. maí n.k. verða þeir sem ekki hafa greitt félagsgjaldið gerðir óvirkir á golf.is sem þýðir að viðkomandi geta ekki tekið þátt í golfmótum né skráð sig á rástíma. Þeim félagsmönnum sem vilja notfæra sér aðra greiðslumöguleika er bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra GVS Húbert í síma 424-6529 eða með tölvupósti á gvsgolf@gmail.com. Athugið Hægt er að greiða félagsgjaldið með greiðsluseðli sendum í heimabanka. Eins er hægt að greiða inn á reikning GVS k.t 530892-2559. og bankanr. 0542-26-011954 (vinsamlegast látið fylgja með í skýringu kennitölu sé þessi leið notuð)

 

Stjórnin.

Vinnudagur á Kálfatjörn !

Félagar Nú gerum við völlin okkar kláran og fínan fyrir spennandi og gott golfsumar.

Því höldum við vinnudag, laugardaginn 22 apríl. Þeir hörðustu mæta kl 9.00

Allir hinir mæta á sama tíma !

Nóg að gera fyrir alla bæði konur og karla.

kveðja stjórnin.

Breytingar á heimasíðu !

Sælir félagar.

Nú standa yfir breytingar á heimasíðu GVS. Breytingarnar munu taka einhvern tíma, og getur því síðan breyst frá degi til dags.

Þeir sem hafa ábendingar um það sem betur má fara, eða ef ykkur finnst eitthvað vanta, meiga gjarnan senda ábendingarnar á póstfangið albert.gudbrandsson@gmail.com

Framboð til stjórnar GVS.

frambod-v-adalf-5-des_-2016-auglyst-eftir-1

 

Til allra félaga í GVS.

 

 

 

Kjörnefnd Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) auglýsir eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund hans sem verður haldinn mánudaginn 5. desember 2016 kl. 20:00 í golfskála GVS.

Um er að ræða framboð til formanns til eins árs; varaformanns, ritara og formanns aganefndar til tveggja ára. Þá er kosið um þrjá varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara, til eins árs.

Þeir sem gefa kost á sér til áframhaldandi setu eru: formaður, ritari,         form. aganefndar, tveir varamenn í stjórn, tveir skoðunarmenn reikninga og varamaður þeirra.
Frambjóðendur skulu vera félagsmenn í GVS. Framboð þurfa að berast kjörnefnd eigi síðar en 1.desember nk. kl. 14:00. Framboðum skal skila í tölvupósti á tölvupóstfangið  jon@vogar.is,  gvsgolf@gmail.com    eða albert.gudbrandsson@gmail.com

 

Kjörnefnd GVS

 

Albert Ómar Guðbrandsson

Húbert Ágústsson

Jón Ingi Baldvinsson