Haustmótaröð GVS. eitt mót eftir.

Nú líður að síðasta mótinu móti 6 í Haustmótaröð GVS. Mikil spenna er framundan á síðasta mótinu.

Í höggleik eru  í       1 . sæti  Snorri Jónas Snorrason með 166 högg í 4 mótum.

2. sæti  Hallberg Svavarsson með 181 högg í 4 mótum.

3. sæti  Þorvarður Bessi Einarsson með 201 högg í 4 mótum.

4. sæti Kristján Valtýr K Hjelm  með 202 högg í 4mótum.

Auk þessara eru nokkrir sem hafa tekið þátt í 3 mótum mjög líklegir í vinningssæti.

Í puntakeppninni er staðan þannig.

1. sæti með 68 punta er Snorri Jónas Snorrason.

2. sæti  Hallberg Svavarsson með 60 punta

3. sæti Kristján Valtýr K Hjelm með 58 punta

4. sæti Þorvarður Bessi Einarsson með 57 punta.

Það sama á við hér nokkrir sem eru bara búnir með 3 mót geta blandað sér í toppsæti.

ATH. ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum.

Veðurspáin fyrir laugardaginn er góð, og því stefnt að því að klára mótið þá, og hafa svo verðlaunaafhendingu eftir að síðustu menn koma inn

Haustmótaröð GVS.

3 Mótið í Haustmótaröðinni fer fram laugardaginn 5 okt. Það er frábær veðurspá, enginn vindur og engin úrkoma, og næstum enginn hiti. Sem sagt frábært golfveður. Hvetjum alla til að skrá sig í tíma áður en allt fyllist !

Mótanefnd.

Opna World Classmótið fer fram á Kálfatjarnarvelli laugardaginn 28.september n.k.

Upplýsingar

 

Opna World Classmótið fer fram á Kálfatjarnarvelli laugardaginn 28.september n.k.

Leikinn verður 9 holu punktakeppni með forgjöf og veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor.

Þátttökugjald er 2.500kr. fyrir fyrstu 9 og einnig má spila aðrar 9 holur og eru þær á 1.500 kr. betri 9 holurna gilda.

Ræst verður út til klukkan 14.00. Skráning fer fram á golf.is eða á golfskali@simnet.is.
1. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: Árskort í World Class að andvirði kr. 76.910.

2. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: 3 mánaðarkort í World Class að andvirði kr. 29.990.

3. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: 3 mánaðarkort í World Class að andvirði kr. 29.990.

4. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: 15 skiptakort í World Class að andvirði kr. 16.250.

5. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: 15 skiptakort í World Class að andvirði kr. 16.250.
1. Verðlaun fyrir lægsta skor án forgjafar: 6 mánaðarkort í World Class að andvirði kr. 52.490.
Nándarverðlaun á 3. holu: 15 skiptakort í World Class að andvirði kr. 16.250.

Lengsta dræv á 5 eða 6. holu: 15 skiptakort í World Class að andvirði kr. 16.250.

Karlmenn leika af gulum teigum og konur af rauðum teigum.

Ath forgjöf er deilt í 2.

Einungis þeir sem eru skráðir í viðurkenndan golfklúbb innan vébanda GSÍ geta unnið til verðlauna.

Til að vinna forgjafarverðlaun þarf keppandi að uppfylla skilyrði EGA um gilda forgjöf.

Jafntefli leyst

Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í höggleik skal leika bráðabana.

Verði leikmenn jafnir í punktakeppni þá vinnur besta skor (punktar) á seinustu holunni og þaðan talið aftur.

Verði enn jafnt skal varpa hlutkesti.

Sami keppandinn getur ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum þ.e. höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Betra verðlaunasæti gildir í slíku tilfelli. Sé það eins þá gilda verðlaun í höggleik á undan.

Mótanefnd áskilur sér rétti til að fresta mótinu reynist þátttaka ekki næg eða að lágmarki 50 manns. Skráningu líkur föstudaginn 27.september kl.20.00.

Haustmótaröð GVS 1

Haustmótaröðin hefst á laugardaginn, 14 sept. Veðurspáinn er góð  hægur vindur og kanski smá úrkoma.

Munið að skrá ykkur á golf.is.

Upplýsingar

Haustmótaröð GVS telur 6 mót og telja 4 bestu
Punktakeppni með og án forgjafar
Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sæti í hvorum flokki
Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum