Aðalfundur GVS

Mánudaginn 14. des. 2015 fór fram aðalfundur GVS. Ágæt mæting var á fundinn og létt og skemmtileg stemming. Breyting varð á stjórn GVS þar sem þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Fráfarandi stjórnarmenn þeir Guðbjörn Ólafsson, Stefán Sveinsson, Hallberg Svavarsson og Sigurður J Hallbjörnsson, varamaður, hafa unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn undanfarin ár. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir þeirra óeigingjörnu vinnu í þágu klúbbsins.

Ný stjórn var kosin og hana skipa:

Hilmar Egill Sveinbjörnsson formaður

Jón Ingi Baldvinsson varaformaður

Jón Páll Sigurjónsson gjaldkeri

Magnús Árnason ritari

Reynir Ámundason formaður vallarnefndar

Albert Ómar Guðbrandsson formaður mótanefndar

Sigurður Gunnar Ragnarsson formaður forgjafanefndar

Varamenn:

Ingibjörg Þórðardóttir 1.varamaður

Þorvarður Bessi Einarsson 2.varamaður

Kristinn Þór Guðbjartsson 3.varamaður

Mágnús Árnason og Sigurður Sigurjónsson eru skoðunarmenn reikninga. Rúrik Birgisson til vara.

 

 

Opið fyrir skráningar

Styrktarmótið er haldið í dag sunnudag. Það er gott veður, austan 7 metrar og 6 stiga hiti. Samkvæmt spám mun vindur ganga enn meira niður þegar líður á morguninn og hitinn nær jafnvel 12 gráðum. Kjörið til þess að skella sér í opið mót á Kálfatjörn. Völlurinn er iðagrænn og í flottu ástandi. Við munum hafa opið fyrir skráningu til klukkan 11. Enn eru lausir rástímar og um að gera að skella sér í mót með fjölmörgum vinningum. Vinningaskrá má sjá hér neðar á síðunni.

Vinavalla samningur við Golfklúbb Hellu.

GVS hefur gert vinavalla samning við golfklúbb Hellu. Nú kostar aðeins 2500 kr fyrir félagsmenn GVS að spila þennan skemmtilega völl.
Strandarvöllur er 18 holu golfvöllur í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Af vellinum er góð fjallasýn og ber þar helst að nefna eldfjöllin Heklu, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.

Meistaramót- Rástímar fyrir laugardag

Rástímar fyrir laugardag , síðasta dag mótsins.

Kl.  9.00                        2. og 3. flokkur

Kl. 9.12                        1. flokkur

Kl.  9.24-9.36           Kvennaflokkur

Kl. 9.50- 10.14        Karlar 55 ára+

Kl. 10.30- 10.42     Meistaraflokkur karla

 

Verðlauna afhending að móti loknu .

Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega fyrir sína rástíma

Mót stjórn

Árgjald í GVS óbreytt milli ára – kennsla og æfingaboltar innifaldir í árgjaldi.

6/2/14 10:36

Aðalfundur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar var haldinn mánudaginn 27. janúar. Á dagskrá voru venjuleg aðlfundarstörf. Samþykkt var að halda árgjöldum óbreyttum fyrir árið 2014. Æfingaboltar og golfkennsla verða áfram innifalin í árgjaldinu. Aðalfundur veitti stjórn heimild til þess að hefja framkvæmdir við áhalda- og æfingaaðstöðu. Sitjandi stjórn gaf áfram kost á sér fyrir utan Jón Mar Guðmundsson og eru honum þökkuð vel unnin störf. Nýir aðilar í stjórn voru kosnir þeir Hilmar Egill Sveinbjörnsson og Sigurður J. Hallbjörnsson.

Ársreikningur félagsins 2013 ber nokkurn keim af blautu sumri 2013. Tekjur á milli ára lækka um 7% sem verður samt að teljast nokkuð góður árangur, miðað við það að félags- og vallargjöld lækkuðu um 11,3%. Með aðhaldi í rekstri og útsjónarsemi vallarstjóra og stjórnarmanna tókst að ljúka árinu 2013 nokkurn veginn á núlli. EBITDA var jákvæð um rúmar 2,0 milljónir. Rekstrarhalli var  0,5 milljónir.

Stjórn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar er skipuð:

Andrés Guðmundsson formaður
Jón Ingi Baldvinsson varaformaður
Jón Páll Sigurjónsson gjaldkeri
Stefán Sveinsson formaður vallarnefndar
Hallberg Svavarsson formaður mótanefndar
Guðbjörn Ólafsson formaður forgjafanefndar
Magnús Árnason ritari
Hilmar
Egill Sveinbjörnsson
varamaður
Sigurður J. Hallbjörnsson

Þorvarður Bessi Einarsson

varamaður

varamaður