Opna World Classmótið fer fram á Kálfatjarnarvelli laugardaginn 28.september n.k.

Upplýsingar

 

Opna World Classmótið fer fram á Kálfatjarnarvelli laugardaginn 28.september n.k.

Leikinn verður 9 holu punktakeppni með forgjöf og veitt verða verðlaun fyrir fimm efstu sætin. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor.

Þátttökugjald er 2.500kr. fyrir fyrstu 9 og einnig má spila aðrar 9 holur og eru þær á 1.500 kr. betri 9 holurna gilda.

Ræst verður út til klukkan 14.00. Skráning fer fram á golf.is eða á golfskali@simnet.is.

1. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: Árskort í World Class að andvirði kr. 76.910.

2. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: 3 mánaðarkort í World Class að andvirði kr. 29.990.

3. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: 3 mánaðarkort í World Class að andvirði kr. 29.990.

4. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: 15 skiptakort í World Class að andvirði kr. 16.250.

5. Verðlaun í punktakeppni með forgjöf: 15 skiptakort í World Class að andvirði kr. 16.250.

1. Verðlaun fyrir lægsta skor án forgjafar: 6 mánaðarkort í World Class að andvirði kr. 52.490.

Nándarverðlaun á 3. holu: 15 skiptakort í World Class að andvirði kr. 16.250.

Lengsta dræv á 5 eða 6. holu: 15 skiptakort í World Class að andvirði kr. 16.250.

Karlmenn leika af gulum teigum og konur af rauðum teigum.

Ath forgjöf er deilt í 2.

Einungis þeir sem eru skráðir í viðurkenndan golfklúbb innan vébanda GSÍ geta unnið til verðlauna.

Til að vinna forgjafarverðlaun þarf keppandi að uppfylla skilyrði EGA um gilda forgjöf.

Jafntefli leyst

Verði tveir eða fleiri jafnir í verðlaunasæti í höggleik skal leika bráðabana.

Verði leikmenn jafnir í punktakeppni þá vinnur besta skor (punktar) á seinustu holunni og þaðan talið aftur.

Verði enn jafnt skal varpa hlutkesti.

Sami keppandinn getur ekki unnið til verðlauna í báðum flokkum þ.e. höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Betra verðlaunasæti gildir í slíku tilfelli. Sé það eins þá gilda verðlaun í höggleik á undan.

Mótanefnd áskilur sér rétti til að fresta mótinu reynist þátttaka ekki næg eða að lágmarki 50 manns. Skráningu líkur föstudaginn 27.september kl.20.00.

Haustmótaröð GVS.

3 Mótið í Haustmótaröðinni fer fram laugardaginn 5 okt. Það er frábær veðurspá, enginn vindur og engin úrkoma, og næstum enginn hiti. Sem sagt frábært golfveður. Hvetjum alla til að skrá sig í tíma áður en allt fyllist !

Mótanefnd.

Vetrarvöllur – opið fyrir félagsmenn

Nú hefur verið sett yfir á vetrarflatir hjá GVS. Völlurinn er aðeins opinn fyrir félagsmenn og er spilaður í þessari röð: 4,5,6,7,8,9,1og 2. Þriðja holan er ekki spiluð yfir vetrartímann. Vinsamlegast tíið upp á brautum eða færið boltann yfir í röffið. Bannað er að slá af teigum og inn á flatir.

Gangið vel um völlinn í vetur þá fáum við betri völl að vori.

Kv. vallarstjóri.

Sveitakeppni GSÍ

15/8/09 16:48

Helgina 7-9 ágúst tók Golfklúbbur Vatnsleysustrandar þátt í sveitakeppni 4. deildar sem haldin var hjá Golfklúbbnum Geysi. Alls tóku 13 sveitir þátt í keppninni sem er met þátttaka í 4. deild. Veður var mjög gott þrátt fyrir úrhellis rigningu seinni part laugardags. Aðstæður, völlur og umgjörð var til fyrirmyndar þessa helgi. Haukadalsvöllur er mjög erfiður en skemmtilegur, árangur okkar manna var sá besti hingað til og endaði GVS í 3. sæti en það vantaði ekki nema örfá högg til að komast upp í 3 deild. Það kemur bara á næsta ári.

 

 

Sveit GVS skipuðu

Ragnar Davíð Riordan

Reynir Ámundason

Gestur Már Sigurðsson

Páll Arnar Sveinbjörnsson

Ágúst Ársælsson

Grétar Agnarsson Liðsstjóri.