Opna Skemmumótið úrslit.

Fyrsta golfmóti sumarsinns lokið, Opna skemmumótið fór fram í dag 30 apríl í sæmilega góðu veðri. Þáttaka var með ágætum.
Vinningshafar voru,
1. sæti. Magnús Ríkharðsson GSG
2. sæti Gerða Kristín Hammer GS
3. sæti Jörundur Guðmundsson GVS
Næstur holu á 3 – 12 braut. Salvör Kristín Héðinsdóttir GO
Mótanefnd þakkar öllum fyrir þáttökuna.

Aðalfundur GVS

Mánudaginn 14. des. 2015 fór fram aðalfundur GVS. Ágæt mæting var á fundinn og létt og skemmtileg stemming. Breyting varð á stjórn GVS þar sem þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Fráfarandi stjórnarmenn þeir Guðbjörn Ólafsson, Stefán Sveinsson, Hallberg Svavarsson og Sigurður J Hallbjörnsson, varamaður, hafa unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn undanfarin ár. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir þeirra óeigingjörnu vinnu í þágu klúbbsins.

Ný stjórn var kosin og hana skipa:

Hilmar Egill Sveinbjörnsson formaður

Jón Ingi Baldvinsson varaformaður

Jón Páll Sigurjónsson gjaldkeri

Magnús Árnason ritari

Reynir Ámundason formaður vallarnefndar

Albert Ómar Guðbrandsson formaður mótanefndar

Sigurður Gunnar Ragnarsson formaður forgjafanefndar

Varamenn:

Ingibjörg Þórðardóttir 1.varamaður

Þorvarður Bessi Einarsson 2.varamaður

Kristinn Þór Guðbjartsson 3.varamaður

Mágnús Árnason og Sigurður Sigurjónsson eru skoðunarmenn reikninga. Rúrik Birgisson til vara.

 

 

Opið fyrir skráningar

Styrktarmótið er haldið í dag sunnudag. Það er gott veður, austan 7 metrar og 6 stiga hiti. Samkvæmt spám mun vindur ganga enn meira niður þegar líður á morguninn og hitinn nær jafnvel 12 gráðum. Kjörið til þess að skella sér í opið mót á Kálfatjörn. Völlurinn er iðagrænn og í flottu ástandi. Við munum hafa opið fyrir skráningu til klukkan 11. Enn eru lausir rástímar og um að gera að skella sér í mót með fjölmörgum vinningum. Vinningaskrá má sjá hér neðar á síðunni.

Vinavalla samningur við Golfklúbb Hellu.

GVS hefur gert vinavalla samning við golfklúbb Hellu. Nú kostar aðeins 2500 kr fyrir félagsmenn GVS að spila þennan skemmtilega völl.
Strandarvöllur er 18 holu golfvöllur í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Af vellinum er góð fjallasýn og ber þar helst að nefna eldfjöllin Heklu, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.

Meistaramót- Rástímar fyrir laugardag

Rástímar fyrir laugardag , síðasta dag mótsins.

Kl.  9.00                        2. og 3. flokkur

Kl. 9.12                        1. flokkur

Kl.  9.24-9.36           Kvennaflokkur

Kl. 9.50- 10.14        Karlar 55 ára+

Kl. 10.30- 10.42     Meistaraflokkur karla

 

Verðlauna afhending að móti loknu .

Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega fyrir sína rástíma

Mót stjórn