Texas Scramble (ÖMÍ) sem átti að vera 28 maí, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Mótanefnd.
GVS – Sími : 4246529. gvsgolf@gmail.com
Getraunanúmer 191
Texas Scramble (ÖMÍ) sem átti að vera 28 maí, hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Mótanefnd.
Fyrsta golfmóti sumarsinns lokið, Opna skemmumótið fór fram í dag 30 apríl í sæmilega góðu veðri. Þáttaka var með ágætum.
Vinningshafar voru,
1. sæti. Magnús Ríkharðsson GSG
2. sæti Gerða Kristín Hammer GS
3. sæti Jörundur Guðmundsson GVS
Næstur holu á 3 – 12 braut. Salvör Kristín Héðinsdóttir GO
Mótanefnd þakkar öllum fyrir þáttökuna.
Mánudaginn 14. des. 2015 fór fram aðalfundur GVS. Ágæt mæting var á fundinn og létt og skemmtileg stemming. Breyting varð á stjórn GVS þar sem þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Fráfarandi stjórnarmenn þeir Guðbjörn Ólafsson, Stefán Sveinsson, Hallberg Svavarsson og Sigurður J Hallbjörnsson, varamaður, hafa unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn undanfarin ár. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir þeirra óeigingjörnu vinnu í þágu klúbbsins.
Ný stjórn var kosin og hana skipa:
Hilmar Egill Sveinbjörnsson formaður
Jón Ingi Baldvinsson varaformaður
Jón Páll Sigurjónsson gjaldkeri
Magnús Árnason ritari
Reynir Ámundason formaður vallarnefndar
Albert Ómar Guðbrandsson formaður mótanefndar
Sigurður Gunnar Ragnarsson formaður forgjafanefndar
Varamenn:
Ingibjörg Þórðardóttir 1.varamaður
Þorvarður Bessi Einarsson 2.varamaður
Kristinn Þór Guðbjartsson 3.varamaður
Mágnús Árnason og Sigurður Sigurjónsson eru skoðunarmenn reikninga. Rúrik Birgisson til vara.
Opna kvennamótið sem halda átti á morgun laugardag hefur verið frestað.
Mótanefnd
Styrktarmótið er haldið í dag sunnudag. Það er gott veður, austan 7 metrar og 6 stiga hiti. Samkvæmt spám mun vindur ganga enn meira niður þegar líður á morguninn og hitinn nær jafnvel 12 gráðum. Kjörið til þess að skella sér í opið mót á Kálfatjörn. Völlurinn er iðagrænn og í flottu ástandi. Við munum hafa opið fyrir skráningu til klukkan 11. Enn eru lausir rástímar og um að gera að skella sér í mót með fjölmörgum vinningum. Vinningaskrá má sjá hér neðar á síðunni.
GVS hefur gert vinavalla samning við golfklúbb Hellu. Nú kostar aðeins 2500 kr fyrir félagsmenn GVS að spila þennan skemmtilega völl.
Strandarvöllur er 18 holu golfvöllur í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Af vellinum er góð fjallasýn og ber þar helst að nefna eldfjöllin Heklu, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.
M-mótinu sem vera átti n.k. fimmtudag er frestað um viku til fimmtudagsins 21.maí.
Mótanefnd
Rástímar fyrir laugardag , síðasta dag mótsins.
Kl. 9.00 2. og 3. flokkur
Kl. 9.12 1. flokkur
Kl. 9.24-9.36 Kvennaflokkur
Kl. 9.50- 10.14 Karlar 55 ára+
Kl. 10.30- 10.42 Meistaraflokkur karla
Verðlauna afhending að móti loknu .
Keppendur eru beðnir um að mæta tímanlega fyrir sína rástíma
Mót stjórn