Jæja nú höfum við öll trú á því að góða veðrið sé á næsta leiti, og gott golfsumar sé framundan. Fríður flokkur félaga í GVS hefur að undanförnu lagað aðstöðuna fyrir utan skálan, sem sagt byggt nýjan og stórglæsilegan pall. Svo allir geti hvílt lúgin bein með hvítvínsglas í hendi, ( svo vitnað sé í Berglindi Festival ) eftir góðan golfhring á Kálfatjarnarvelli.