Nýliðar !

Ágætu félagsmenn GVS

Minnum á miðvikudagskvöldið 26.05 kl. 19:30 mun Sigurður J. Hallbjörnsson varaformaður GVS verða með nýliðakynningu fyrir félagsmenn GVS.

Þessi kynning er fyrst og fremst hugsuð fyrir nýliða í Íþróttinni, sérstaklega þau sem gengu í klúbbinn 2020 og 2021 og eru með forgjöf 30+, en allir eru velkomnir. Kynningin er öllum að kostnaðarlausu.

Þau atriði sem farið verður yfir verða:

  • Kynning á GVS
  • Kynning á Kálfatjarnarvelli, umgengni og siðareglur
  • Skráning á rástíma í Golfbox

Með von um góða þátttöku

Sigurður J. Hallbjörnsson

Varaformaður GVS