Opið kvennamót Artdeco

Glæsilegt opið kvennamót sem er í boði Artdeco á íslandi ehf.

Verður haldið að Kálfatjarnarvelli laugardaginn 15. ágúst.
Keppt verður í punktakeppni með forgjöf og höggleik án forgjafar.

Verðlaun:
Punktakeppni
1. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 30.000,-
2. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 20.000,-
3. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 16.000,-

Höggleikur án forgjafar:
1. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 30.000,-
2. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 20.000,-
3. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 16.000,-

Að auki verða veitt verðlaun fyrir:
Lengsta teighögg á 6/15 braut að verðmæti kr. 15.000,-
Nándarverðlaun á 3/12 holu að verðmæti kr. 15.000,-

Teiggjafir: Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 3.700,-
Dregið verður úr 10 skorkortum í mótslok og er hver vinningur að verðmæti kr. 4.200,-

Boðið er upp á Gúllassúpu m/brauði ásamt drykk að leik loknum.

Mótsgjald kr. 3.000.-