Hermamót GVS17.2.18.

Í dag hélt GVS sitt fyrsta hermamót í Holtagörðum, Það er skemst frá því að segja að allir skemmtu sér konunglega, svo að væntanlega verður þetta ekki síðasta hermamótið á vegum GVS.Spilað var höggleikur með forgjöf, og vinningar fyrir fyrstu 3 sætin bæði í kvenna og karlaflokki.
Í fyrsta sæti í kvennaflokki varð Sigurdís Reynisdóttir á 75 höggum nettó, í öðru sæti varð Oddný Þóra á 87 höggum nettó, og í 3 sæti Stefanía B Reynisdóttir á 91 höggi nettó.
Í karlaflokki varð í 1 sæti Þorgeir S Jóhannsson á 65 höggum nettó, í 2 sæti Kjartan Einarsson á 68 höggum nettó, og í 3 sæti Ríkharður Bragason á 72 höggum nettó.Mótanefnd þakkar fyrir þáttökuna.

Golfdómaranámskeið GSÍ

Undanfarin ár hefur dómaranefnd GSÍ haldið héraðsdómaranámskeið í golfi á tímabilinu febrúar-mars ár hvert.

Þátttakendur sem standast héraðsdómarapróf hafa réttindi til að dæma í öllum almennum mótum golfklúbba, jafnt innanfélagsmótum sem opnum mótum.

Námskeiðið verður haldið í mars næst komandi ef næg þáttaka næst og samanstendur af fjórum kvöldfyrirlestrum.

Að þeim loknum geta þátttakendur valið úr tveimur dagsetningum til að þreyta héraðsdómaraprófið.

Dagsetningar héraðsdómaranámskeiðsins eru:

Fyrirlestrar: 6., 8., 12. og 14. mars, kl. 19:30 – 22:00

Próf: 17. og 22. mars (þátttakendur velja annan hvorn daginn)
Námskeiðið er haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Eins og síðustu ár verða fyrirlestrarnir í beinni útsendingu á YouTube og hentar það þeim sem ekki hafa tök á að mæta í Laugardalinn. Eftir skráningu á námskeiðið fá þátttakendur senda tengla á beinu útsendingarnar.

Dómaranefndin skorar á forráðamenn golfklúbba ræða við þá félaga sem gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda. Einnig getur verið mjög praktískt að meðlimir mótanefnda klúbbanna sæki héraðsdómaranámskeiðið. Oft á tíðum sjá mótanefndarmenn um framkvæmd golfmóta og eru þá hvort eð er á staðnum þegar mót eru haldin.

Athygli er vakin á því að námskeiðið eru ókeypis.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst til domaranefnd@golf.is

Með kveðju,
Dómaranefnd GSÍ

Hermamótið Holtagörðum !

Sæl öll.

Nú líður að Hermamótinu í Holtagörðum. sem haldið verður á laugardaginn 17 feb. mæting er kl 9.30.
verð er 4.500.00 kr pr mann, sem skal leggjast inn á reikning 344-26-8311. kt. 0607516849
Fyrir kl 13.oo á föstudaginn 16 feb.
Eftirtaldir eru skráðir, og vantar því einn í mótið.
1. Albert
2. Kjartan Einarsson
3. Adam Örn
4. Reynir Ámundason
5. Hallberg
6. Úlfar
7. Rikkharður
8. Rúrik
9. Bessi
10. Sigurdís
11. Stefanía
12 Jóhann berg
13. Þorgeir Stefán, ( Stefanía eða Jóhann, viljið þið vinsamlegast láta hann vita af þessum pósti, þar sem ég hef ekki póstfangið hanns.
14.Oddný Þóra
15. Ingibjörg
16. Elín.
17. Guðrún Ardrésdóttir
18 Sigurður J
19.Kristján Hjelm
20.
 Þeir sem hafa áhuga á að bætast við vinsamlega hafið samband við Albert á póstfangið albert.gudbrandsson@gmail.com.
Þeir sem ekki verða búnir að greiða kl 13.á föstudaginn, teljast ekki með og mun mótanefnd reyna að filla í þau plás sem vantar uppá þá.
f.h. Mótanefndar.

Kv.

Albert Ómar Guðbrandsson
sími 6618467

Vinnudagur í skemmu GVS

Góðan daginn ágætu GVS félagar !
Laugardaginn 3 Febrúar er vinnudagur í skemmunni (loftaklæðning) hvet alla þá sem geta aðstoðað að mæta fleiri hendur vinna betra verk. Mæting kl 12:00

PS: það er enginn verri en annar
Kv nefndin

Innanfélagsmót í golfhermum !

GVS heldur innanfélags golfmót í Holtagörðum, Laugardaginn 17 feb. 2018.
Keppt verður í öllum 5 hermunum hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum.
20 félagsmenn komast í mótið, fyrstu 20 sem skrá sig.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í kvennaflokki og fyrstu 3 sætin í karlaflokki
Verð er 4500 á mann ( sem er kostnaðurinn við leiguna á herminum).
Flott veitingahús er á staðnum, og getur fólk fengið sér veitingar fyrir, á meðan og eftir mót.

Skráning fer fram hér á fésbókarsíðunni, https://www.facebook.com/gvsgolf/  eða hjá rikki@colas.is eða albert.gudbrandsson@gmail.com

Við lofum logni og hita 20+ en getum því miður ekki lofað sól.

Aðalfundarboð GVS.

Aðalfundur GVS  4.12.2017

Haldinn í golfskálanum kl.20:00

Fundur settur.

Kosning fundarstjóra.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar, formaður Hilmar Egill Sveinbjörnsson

2.Skoðaðir reikningar GVS,  gjaldkeri Jón Páll Sigurjónsson

3.Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur skv. 9. grein.

4.Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.

a,Formaður , til eins árs.

b.Gjaldkera, til tveggja ára.

c.Ritari, til tveggja ára.

d.Formaður golfvallarnefndar, til tveggja ára.

e.Formaður mótanefndar, til tveggja ára.

f.Formaður forgjafanefndar, til tveggja ára.

g. 3 varamenn til eins árs..

h.Tveir Skoðunarmenn reikninga. Og tveir til vara.

5.Önnur mál.

Mbk. Húbert Ágústsson

Framkvæmdastjóri

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

Sími:8214266

gvsgolf@gmail.com

www.gvsgolf.is

Aðalfundur GVS 2017.

Aðalfundur GVS 2017 verður haldin í Golfskálanum mánudaginn 4. des kl 20.00.

Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Til allra félaga í GVS.

 

 

 

Kjörnefnd Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) auglýsir eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund hans sem verður haldinn mánudaginn 4. Desember 2017 kl. 20:00 í golfskála GVS

 

Um er að ræða framboð til formanns til eins árs; gjaldkera, formann mótanefndar, formann vallarnefndar og formann forgjafarnefndar til tveggja ára. Þá er kosið um þrjá varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara, til eins árs.

 

Þeir sem gefa kost á sér til áframhaldandi setu í núverandi embætti eru: formaður, formaður vallarnefndar, og tveir varamenn í stjórn.

 

Frambjóðendur skulu vera félagsmenn í GVS. Framboð þurfa að berast kjörnefnd eigi síðar en 1. desember kl. 22:00. Framboðum skal skila í tölvupósti á tölvupóstfangið

 siggi.hallbjorns@gmail.com,

 gvsgolf@gmail.com

 albert.gudbrandsson@gmail.com

 

 

 

 

                                                                                               Kjörnefnd GVS

 

                                                                                               Sigurður J. Hallbjörnsson

 

                                                                                               Húbert Ágústsson

 

                                                                                               Albert Ómar Guðbrandsson