Búið er að draga út aðalvinninginn í Regluverðinum í ár og sú heppna er Kristjana Þórey Guðmundsdóttir úr Golfklúbbi Vatnsleysustrandar.
Dregið var úr fjölmennum hópi þeirra sem tóku þátt í golfleiknum í sumar. Kristjana Þórey vann sér inn glæsilega sjö daga golfferð fyrir tvo til Fairplay á Spáni í boði Golfsögu.
GVS óskar Kristjönu Þórey innilega til hamingju.