Styrktarmót fyrir sveitir GVS

Styrktarmót fyrir sveitir GVS.

Laugardaginn 30 mai mun verða stórskemmtilegt styrktarmót fyrir sveitir GVS. Við höfum fengið til liðs við okkur frábær fyrirtæki sem hafa lagt okkur lið. Vinningar verða veittir fyrir fyrstu 3 sætin í höggleik. Fyrstu 3 sætin í punktakeppni auk þess verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta í þremur efstu sætunum í kvennaflokki. Nándarverðlaun á 3 og 8 holu sem og verðlaun fyrir þá sem hafna í 9 og 12 sætinu. Púttkeppni verður í boði og verðlaun veitt fyrir fyrsta sætið. Ekki er hægt að vinna til verðlauna bæði fyrir punkta og höggleik.

10341422_240102689514274_4952655915190818386_n (1)

Verðlaun fyrir höggleik

1. Gisting og golf á Hamri Borgarnesi
2. Flugger málning + gjafabréf í bauhaus
3. Rönning + útilegusett frá Byko

Punktakeppni:

1. Veglegur vinningur frá Bláa lóninu
2. Gjafabréf frá Fjarðakaup + Rauðvín og hvítvín
3. Cintamani golfbolur + matur frá kjarnafæði

Konur punktar:

1. Cintamani bolur + skart frá Rósitu
2. Lúffur, regnhlíf og boltar frá Íslandsbanka. Skart frá Rósitu
3. BanKúnn restaurant fyrir 2. Skart frá Rósitu

7 sætið

Þurrsteikingarpanna

12 sætið.

Nammi frá Góu + vörur frá Kjarnafæði

Nándarverðlaun

3 hola – Út að borða fyrir 2 á Gamla pósthúsinu Vogum

8 hola – Út að borða fyrir 2 á Hamborgarafabrikkunni

Púttmót

Vinningur frá Rönning+vörur frá Kjarnafæði

Stórskemmtilegt mót framundan þar sem gleðin ræður ríkjum og völlurinn kominn í gott form þrátt fyrir kuldann síðustu vikur. Við vonumst til að sjá sem flesta 🙂

Þáttökugjald aðeins 3500 kr. Skráning fer fram á golf.is

Mótastjórn