Innanfélagsmót í golfhermum !

GVS heldur innanfélags golfmót í Holtagörðum, Laugardaginn 17 feb. 2018.
Keppt verður í öllum 5 hermunum hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum.
20 félagsmenn komast í mótið, fyrstu 20 sem skrá sig.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í kvennaflokki og fyrstu 3 sætin í karlaflokki
Verð er 4500 á mann ( sem er kostnaðurinn við leiguna á herminum).
Flott veitingahús er á staðnum, og getur fólk fengið sér veitingar fyrir, á meðan og eftir mót.

Skráning fer fram hér á fésbókarsíðunni, https://www.facebook.com/gvsgolf/  eða hjá rikki@colas.is eða albert.gudbrandsson@gmail.com

Við lofum logni og hita 20+ en getum því miður ekki lofað sól.