Umsögn
Hola 3/12 Klöpp
Par 3 100 metrar
Stutt en alveg mögnuð par 3 hola sem lætur lítið yfir sér. Hætturnar leynast allt í kringum flötina og geta menn lent í töluverðu basli með þessa holu. Hraun er á milli teigs og flatar og mikill kargi er fyrir aftan flöt ef kylfingar slá of langt.
Mikill halli er á flötinni og hallar hún á móti teighögginu, því geta menn átt erfitt pútt í vændum eftir á flöt er komið. Par er gott skor á þessari holu en með góðu upphafshöggi er möguleiki á fugli.