Hola 6 Kirkjubraut

Umsögn

Hola 6/15 Kirkjubraut

Par 5  455 metrar

Stutt og þægileg par 5 hola með töluverða möguleika á fugli. Kylfingar skulu gefa sér smá tíma til að standa á teig og virða fyrir sér útsýnið sem er magnað. Þar sést Reykjaneskaginn, Snæfellsnesið og Reykjavíkursvæðið vel á góðum degi

Upphafshögg er þægilegt en fyrir högglanga eru tvær brautarglompur á lendingarsvæðinu. Engar hættur eru á leiðinni fyrir utan eina glompu en betra er að spila vinstra megin á brautina fyrir innáhöggið. Erfiður kargi er allt í kringum flötina og því ekki gott að missa innáhöggið til hliðar eða of langt

Mikill halli er á flötinni sem hallar á móti innáhöggi og er flötin nokkuð stór. Þessi hola gefur góðan mögueika á fugli en ætti að vera þægileg par braut.

Hola 7 Krosshóll