Hola 5 Goðhóll

Umsögn

Hola 5/14 Goðhóll

Par 5  459 metrar

Nokkuð löng en þægileg par 5 hola sem gefur möguleika á fugli fyrir högglanga kylfinga. Upphafshöggið þarf að ná yfir 100 metra til að komast yfir hættur sem liggja fyrir framan  teig.

Hættan er öll vinstramegin við brautina sem saman stendur af grjótgarði og háum karga en annars er einfaldast að slá út til hægri á milli 5 og 6 holu því þar er karginn ekki eins hár.

Annað höggið býður upp á að taka áhættu með að slá yfir karga og gamla húsatóft og  ef höggið heppnast er góður möguleiki á fugli. Ef hinsvegar menn leggja upp og eiga eftir um 100 metra á flöt getur innáhöggið verið snúið því flötin er mjó og löng. Það getur munað í kylfuvali  hvar holan er staðsett á flötinni.

Við flötina eru nokkrar hættur sem samanstenda af tjörn vinstra megin, hvítum hælum hægra megin við flöt og hól vinstra megin við flötina. Flötin er á tveimur stöllum og nokkur halli er á henni. Par er gott skor hér en fyrir högglanga er þarna góður fuglamöguleiki.

Hola 6 Kirkjubraut