Umsögn
Hola 1/10 Margrétarflöt
Par 4 275 metrar
Góð byrjunarhola, stutt en leynir á sér.
Upphafshögg verður að slá á braut því hættur leynast víða. Vinstramegin eru hólar og erfiður kargi og hægramegin er grjótgarður. Best er að vera hægramegin á brautinni því innákoman á flötina verður betra fyrir vikið. Tvær brautaglompur eru hægra megin á brautinni.
Flötin er á tveimur stöllum og leitar til hægri þar sem tvær skemmtilegar sandglompur taka við boltum sem slegnir eru þangað. Par er gott skor á fyrstu holu en góður möguleiki á fugli, ef menn eru högglangir og beinir.