Hola 9 Harðhaus

Umsögn

Hola 9/18 Harðhaus.

Par 4  295 metrar

Góð lokahola sem gefur ágætis möguleika á fugli ef upphafshögg heppnast vel.

Upphafshöggið þarf að vera nokkuð nákvæmt því hættur leynast beggja vegna brautar. Hægra megin eru hvítir hælar (Vallarmörk) og vinstra megin er grjótgarður og hólar sem laða til sín kúlur. Ef teighöggið heppnast þarf að slá annað höggið yfir grjótgarð og  karga.  Flötin hallar á móti högginu. Eins getur innáhöggið verið blint því flötin er töluvert neðar en brautin.

Ef kylfingar hitta ekki flöt í innáhögginu bíður erfitt vipp því töluvert landslag er allt í kringum flötina. Flötin er nokkuð stór og hallar dálítið. Par er gott skor en gefur möguleika á fugli.