Umsögn
Hola 7/16 Krosshóll
Par 4 326 metrar
Ein fallegasta par 4 hola á landinu. Mikið landslag er í brautinni og hólar sem loka flötina af og gerir annað höggið dálítið blint með tjörn hægra megin. Útsýnið yfir á Snæfellsnesið og Reykjavíkursvæðið er oft ægi fagurt
Upphafshöggið þarf að vera nákvæmt og vel staðsett fyrir innáhöggið. Grjótgarður sker brautina um 100 metra frá flöt og eins og áður sagði þá er flötin varin með hólum og tjörn hægra megin við hana. Fyrir aftan flöt eru vallarmörk því er ekki gott að vera of langur í innáhögginu
Flötin hallar örlítið á móti innáhöggi og er nokkuð stór. Par er gott skor á þessari braut.