Um klúbbinn

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar var stofnaður þann 14. maí 1991. Stofnfélagar voru alls 62. Fyrstu þrjú árin fór starfsemin fram á ræktuðu túni sunnan Grænhóls, skammt norðan Voga. Árið 1994 fékk félagið svo túnin allt í kringum Kálfatjörn til afnota. Á vellinum, sem er 9 holur, er mikið um mannvistarleifar, tóftir og túngarða. Völlurinn þykir í meðallagi erfiður en er léttur á fótinn og hentar bæði byrjendum og lengra komnum.