Nú er sumarið loksins að hefja innreið sína af fullum krafti og ekki seinna vænna að fara yfir nokkur atriði varðandi golfleikinn. Mikið af nýliðum hafa gengið til liðs við klúbbinn í vor og um að gera að fara yfir helstu umgengisreglur varðandi golfleikinn, skrifaðar og óskrifaðar. Sigurður J. Hallbjörnsson golfdómari ætlar að vera með kynningu á helstu siðum og umgengnisreglum íþróttarinnar 28. maí kl.19.00 í golfskálanum og hvetjum við vana sem óvana til þess að mæta.
Mót hjá GVS
Wendel mótaröðin er innanfélags mótaröð. Mótin eru 7 talsins og telja 4 bestu til verðlauna. Mótin eru punktamót með forgjöf. Verðlaun fyrir flesta punkta í hverju móti. Sigurvegari ársins hlýtur frítt árgjald í GVS fyrir árið 2025. Mótin í Wendel verða ekki leikin til forgjafar, en að sjálfsögðu geta spilarar sjálfir skráð inn sitt skor til forgjafar eins og hvern annan hring!
Skráning í Golfboxinu daginn fyrir mót.
Bikarkeppni – haldin verður forkeppni 25. maí þar sem allir þátttakendur spila höggleik með forgjöf, 8-16 lægstu skor halda svo áfram í holukeppni. Dregið í þær viðureignir að mótinu loknu og svo koll af kolli þar til úrslit liggja fyrir í lok sumars.
Skráning í Golfboxinu fyrir 24. maí kl. 20:00.
Einnig minnum við á skemmtilegasta mót ársins – Meistaramótið sem haldið er í lok júní. Mótið er fyrir ALLA, því mótinu er skipt í flokka eftir getu.
Æfingasvæði
Boltavél á æfingasvæði opnar um leið og við fáum golfbolta sem ættu að koma í hús fljótlega. Fatan mun kosta 400 krónur og þarf að kaupa pening í vélina í golfskálanum.
Félagsstarf
GVS félagsmenn ætla að hafa opið félagsstarf á mánudögum, konur í GVS hittast í golfskálanum kl 18.00 og spila saman golf.
Karlar hittast kl 18.30 og fara síðan út á völl á eftir konunum og spila saman golf.
Allir kylfingar í GVS velkomnir.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegu félagsstarfi. Njótum samveru, kynnumst og höfum gaman á golfvellinum.
Golfskálinn er opinn að öllu jöfnu frá kl. 10-21 á virkum dögum og frá kl. 9-16 um helgar, þó gæti opnunartími breyst vegna veðurs.
Félagsmenn sem ekki hafa greitt gjaldfallna greiðsluseðla fyrir árgjaldinu verða gerðir óvirkir á golf.is 1. júní nk. og svo teknir af félagsskrá 15. júní.