GolfBox – NÝTT og NÚTÍMALEGT – en að öðru leyti eins!

GolfBox hefur þróað nýtt og nútímalegt notendaviðmót fyrir kylfinga sem eru vanir að nota GolfBox. Nýja viðmótið er byggt á nýrri tækni og aðlagast öllum tækjum bæði í langsniðs (landscape) og skammsniðs (portrait) formi. Gert er ráð fyrir því að nýtt notendaviðmót fari í loftið í öllum löndum þriðjudaginn 16. ágúst.

Allar aðgerðir eru þær sömu. Ekki hafa verið þróaðar neinar nýjar. En upplifunin er ný og nútímaleg eins og tæknin að baki breytingunni.

Hin nýja tækni gerir GolfBox auðveldara að bæta við, breyta og aðlaga nýja virkni í framtíðinni.

Þetta nýja notendaviðmót mun að lokum koma algjörlega í stað þess núverandi á flestum notendasvæðum. Skráning á skori mun t.d. nota sömu tækni og er nú þekkt í mótahluta kerfisins.

GolfBox ætlar einnig að bæta rafræn skorkort, þannig að þar verði rafræn undirskrift leikmanns og ritara möguleg. Við staðfestingu rástíma kylfings verður nú boðið upp á þann möguleika á fá rafrænt skorkort í farsíma hans.

Við vonum að notendur GolfBox muni fagna hinu nýja notendaviðmóti.

Munið: Allt er eins og áður, aðeins nútímalegra og gert til að aðlagast öllum tækjum bæði í langsniðs og skammsniðs formi.