Viltu vera dómari!

Dómaranefnd GSÍ stendur fyrir héraðsdómaranámskeiði í febrúar mánuði eins og hefur verið gert síðustu ár.
Fyrirlestrar verða 11., 13., 17. og 19. febrúar 2025, kl. 19:30 – 22:00.
Fyrirlestrar eru sendir út á netinu og einnig teknir upp þannig að það er hægt að horfa þá aftur eða eftir hentugleika.

Við skráningu verður boðið upp á að velja hvort óskað sé eftir fræðslu á netinu eingöngu, eða hvort áhugi sé að sækja námskeiðið í sal ÍSÍ. Ef næg þátttaka fæst í sal mun það verða kynnt nánar þegar líður á skráninguna.

Námskeiðið er frítt fyrir meðlimi í golfklúbbum innan GSÍ.

Ekki er skilyrði að fara í prófið þó að menn sitji námskeiðið.
Prófið er rafrænt próf tekið á netinu þannig að það er engin fyrirstaða fyrir aðila á landsbyggðinni að sitja námskeiðið og taka prófið.

Það er ekki skilyrði að hafa setið námskeiðið til að geta tekið prófið.
Þó er krafa að skrá sig á námskeiðið svo hægt sé að senda viðkomandi upplýsingar um námskeiðsefni og tengla á prófið.

Ætlast er til þess að þeir sem sitja héraðsdómaranámskeiðið byrji á því að undirbúa sig með því að fara í gegnum 1.stigs golfregluskóla R&A.

Þátttöku í héraðsdómaranámskeiði er hægt að tilkynna með því að skrá sig hér Skráning á námskeið[http:] eða senda tölvupóst á domaranefnd@golf.is með (kennitölu, nafni og heiti golfklúbbs, ásamt því hvort óskað er eftir kennslu í sal.).


Dómaranefndin vill skora á forráðamenn golfklúbba að ræða við þá félaga sem þeir telja að gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda.

Kveðja,
Dómaranefnd GSÍ