Hermamót GVS17.2.18.

Í dag hélt GVS sitt fyrsta hermamót í Holtagörðum, Það er skemst frá því að segja að allir skemmtu sér konunglega, svo að væntanlega verður þetta ekki síðasta hermamótið á vegum GVS.Spilað var höggleikur með forgjöf, og vinningar fyrir fyrstu 3 sætin bæði í kvenna og karlaflokki.
Í fyrsta sæti í kvennaflokki varð Sigurdís Reynisdóttir á 75 höggum nettó, í öðru sæti varð Oddný Þóra á 87 höggum nettó, og í 3 sæti Stefanía B Reynisdóttir á 91 höggi nettó.
Í karlaflokki varð í 1 sæti Þorgeir S Jóhannsson á 65 höggum nettó, í 2 sæti Kjartan Einarsson á 68 höggum nettó, og í 3 sæti Ríkharður Bragason á 72 höggum nettó.Mótanefnd þakkar fyrir þáttökuna.