Opið fyrir skráningar

Styrktarmótið er haldið í dag sunnudag. Það er gott veður, austan 7 metrar og 6 stiga hiti. Samkvæmt spám mun vindur ganga enn meira niður þegar líður á morguninn og hitinn nær jafnvel 12 gráðum. Kjörið til þess að skella sér í opið mót á Kálfatjörn. Völlurinn er iðagrænn og í flottu ástandi. Við munum hafa opið fyrir skráningu til klukkan 11. Enn eru lausir rástímar og um að gera að skella sér í mót með fjölmörgum vinningum. Vinningaskrá má sjá hér neðar á síðunni.