GVS hefur gert vinavalla samning við golfklúbb Hellu. Nú kostar aðeins 2500 kr fyrir félagsmenn GVS að spila þennan skemmtilega völl.
Strandarvöllur er 18 holu golfvöllur í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Af vellinum er góð fjallasýn og ber þar helst að nefna eldfjöllin Heklu, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.