Íslandsmót golfklúbba 2022 +50 – 3. deild karla Húsatóftavelli, Grindavík, 18 til 20 ágúst.

Gömul mynd frá sveitakeppni í Sandgerði.

Þessir snillingar eru að fara að keppa fyrir GVS um helgina í Grindavík. þeim þætti vænt um ef einhverjir félagsmenn sæu sér fært að mæta og hvetja þá áfram, og eða draga fyrir þá kerrurnar.

GVS – Golfklúbbur Vatnsleysustrandar:

Guðbjörn Ólafsson, Jóhann Sigurbergsson, Reynir Ámundason, Helgi Hansson,

Birgir Heiðar Þórisson, Páll Skúlason.

Gæti verið mynd af 7 manns og people standing
Myndin er gömul, en það er alltaf fjör.

Vekja athygli á færslu

Íslandsmót golfklúbba 2022

Íslandsmót golfklúbba 2022 – 4. deild karla.

Lauk á Kálfatjarnarvelli í dag með sigri Golfklúbbsinns Geysis, Golfklúbbur Siglufjarðar varð í öðru sæti og Golfklúbbur Vatnleysustrandar hafnaði í 3 sæti eftir glæsilegan 3 – 0 sigur á Golfklúbbi Sandgerðis.

Sveit GEY

Bergur Konráðsson, Birgir Már Vigfússon, Edwin Roald, Magnús Bjarnason,

Oddgeir Oddgeirsson og Pálmi Hlöðversson.

Sveit GKS

Jóhann Már Sigurbjörnsson, Salmann Héðinn Árnason, Sævar Örn Kárason,

Finnur Mar Ragnarsson, Kristinn Reyr Sigurðsson, Bjarnþór Erlendsson.

Sveit GVS

Guðbjörn Ólafsson, Sverrir Birgisson, Ríkharður Bragason, Helgi Runólfsson,

Gunnlaugur Atli Kristinsson, Ívar Örn Magnússon.

GEY – Golfklúbburinn Geysir
GKS – Golfklúbbur Siglufjarðar
GVS – Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

GolfBox – NÝTT og NÚTÍMALEGT – en að öðru leyti eins!

GolfBox hefur þróað nýtt og nútímalegt notendaviðmót fyrir kylfinga sem eru vanir að nota GolfBox. Nýja viðmótið er byggt á nýrri tækni og aðlagast öllum tækjum bæði í langsniðs (landscape) og skammsniðs (portrait) formi. Gert er ráð fyrir því að nýtt notendaviðmót fari í loftið í öllum löndum þriðjudaginn 16. ágúst.

Allar aðgerðir eru þær sömu. Ekki hafa verið þróaðar neinar nýjar. En upplifunin er ný og nútímaleg eins og tæknin að baki breytingunni.

Hin nýja tækni gerir GolfBox auðveldara að bæta við, breyta og aðlaga nýja virkni í framtíðinni.

Þetta nýja notendaviðmót mun að lokum koma algjörlega í stað þess núverandi á flestum notendasvæðum. Skráning á skori mun t.d. nota sömu tækni og er nú þekkt í mótahluta kerfisins.

GolfBox ætlar einnig að bæta rafræn skorkort, þannig að þar verði rafræn undirskrift leikmanns og ritara möguleg. Við staðfestingu rástíma kylfings verður nú boðið upp á þann möguleika á fá rafrænt skorkort í farsíma hans.

Við vonum að notendur GolfBox muni fagna hinu nýja notendaviðmóti.

Munið: Allt er eins og áður, aðeins nútímalegra og gert til að aðlagast öllum tækjum bæði í langsniðs og skammsniðs formi.

Meistaramót GVS 2022