Author: Albert Guðbrandsson
Bændaglíma GVS 2024
Bændaglíma GVS fór fram í gær 21. sept.
Bændur voru Helgi og Heiður. Mikill fjöldi tók þátt og skemmtu sér allir vel, enda veður gott og góða skapið var í fyrirrúmi, ýmsar þrautir voru á brautunum og gekk misvel að leisa þær.
Að loknum golfhring var veislumatur á borðum og fóru allir vel mettir inní verðlaunaafhendinguna.
Verðlaun voru veitt fyrir Wendelmótaröðina og hlaut þau Reynir Ámundason. þá var bikarmeistari GVS krýndur og var það Sverrir Birgisson. Í bændaglímunni voru veitt verðlaun í karla og kvennaflokki fyrir næstur holu á 3. braut. þau verðlaun hlutu Rúrik og Hrefna. þá var verðlaunað fyrir lengsta drive, á 9. braut þar sem slá þurfti með ðfugri sveiflu, þau verðlaun hlutu Ívar og Oddný.
Nokkrar myndir frá glímunni hér að neðan.
Öldungasveit GVS.
Öldungasveitin tók þátt í Íslandsmóti golfklúbba 3. deild á Hellishólun, dagana 22 til 24 ágúst 2024.
Sveitin endaði í 7.sæti eftir úrslitaleik við Grindavík.
GVS í 3. sæti.
Þá er Íslandsmóti golfklúbba 4. deild lokið.
GVS hafnaði í 3. sæti á eftir Grindavík sem endaði í fyrsta sæti og Jökli frá Ólafsvík.
Hola í köggi !
Sá skemmtilegi atburður átti sér stað að klúbbmeistari GVS, Helgi Runólfsson fór holu í höggi á 3. braut í annari umferð Íslandsmóts golfklúbba á Kálfatjarnarvelli í dag, en Helgi var ekki hættur og rétt misti Albatros á 6. brautinni og fékk þar örn. Nú um helgina fer fram Íslandsmót golfklúbba á Kálfatjarnarvelli Lið GVS stendur sig með prýði og er hálfu stigi á eftir 1. sæti í sínum riðli. Helgi hefur unnið báða sína leiki. Áfram GVS!