Reykjanes-mótaröð eldri kylfinga

IMG_1679

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS)
12. júní 2014
Kálfatjarnarvöllur
15.05.14 – 12.06.14
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Einn flokkur karla og kvenna : 2500 ISK Skrá í mót

 Upplýsingar.  Vilji kylfingar spila utan uppgefinna rástíma er hægt að panta rástíma í golfskálanum

Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Konur 45 ára og eldri

Karlar 50–64 ára

Karlar 65 ára og eldri

  Í liðakeppni verður keppt um farandgrip – REK bikarinn – Suðurnesjameistari eldri kylfinga

Sex efstu kylfingar í hverju móti, í hverjum klúbbi, telja í stigakeppni klúbbanna.

Um er að ræða punktakeppni og samanlagður punktafjöldi úr öllum fjórum mótunum ræður úrslitum.

  REK er einnig einstaklingskeppni

Í hverjum flokki fer fram punktakeppni og gilda 3/4 móta. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sæti í hverjum ofantalinna flokka.

Þá verður einnig krýndur sigurvegari í höggleik karla og höggleik kvenna.

Veitt verða ein verðlaun í karlaflokki (óháð aldri) og ein verðlaun í kvennaflokki.

 Þátttökugjald í mótin er 2.500 kr. en 3000 í lokamótið (veitingar innifaldar).

Röð mótanna framvegis verður þannig að röðunin hér að ofan fer í hring. Næsta ár verður lokamótið hjá GVS, svo hjá GS og þannig koll af kolli.