26/7/09 17:12
Það er mikil keppni í stigamótaröðinni og eru þó nokkrir kylfingar sem eru að berjast um sigur. Árni Freyr leiðir mótið en Helgi Axel hefur sótt verulega að honum í síðustu tveimur mótum en fast á hæla þeim koma Bjarki Bárðarson, Reynir Ámundason og Skúli Bjarnason.
Staða fimm efstu:
Árni Freyr Ársælsson 75 punktar
Helgi Axel Sigurjónsson 74 punktar
Bjarki Bárðarson 71 punktur
Reynir Ámundason 70 punktar
Skúli Bjarnason 68 punktar
Næsta stigamót verður haldið 5. ágúst n.k. og er það sjötta stigamótið af sjö.
Mótanefnd.