15/8/09 16:48
Helgina 7-9 ágúst tók Golfklúbbur Vatnsleysustrandar þátt í sveitakeppni 4. deildar sem haldin var hjá Golfklúbbnum Geysi. Alls tóku 13 sveitir þátt í keppninni sem er met þátttaka í 4. deild. Veður var mjög gott þrátt fyrir úrhellis rigningu seinni part laugardags. Aðstæður, völlur og umgjörð var til fyrirmyndar þessa helgi. Haukadalsvöllur er mjög erfiður en skemmtilegur, árangur okkar manna var sá besti hingað til og endaði GVS í 3. sæti en það vantaði ekki nema örfá högg til að komast upp í 3 deild. Það kemur bara á næsta ári.
Sveit GVS skipuðu
Ragnar Davíð Riordan
Reynir Ámundason
Gestur Már Sigurðsson
Páll Arnar Sveinbjörnsson
Ágúst Ársælsson
Grétar Agnarsson Liðsstjóri.