Vetrarvöllur – opið fyrir félagsmenn

Nú hefur verið sett yfir á vetrarflatir hjá GVS. Völlurinn er aðeins opinn fyrir félagsmenn og er spilaður í þessari röð: 4,5,6,7,8,9,1og 2. Þriðja holan er ekki spiluð yfir vetrartímann. Vinsamlegast tíið upp á brautum eða færið boltann yfir í röffið. Bannað er að slá af teigum og inn á flatir.

Gangið vel um völlinn í vetur þá fáum við betri völl að vori.

Kv. vallarstjóri.