Aðalfundur GVS

Mánudaginn 14. des. 2015 fór fram aðalfundur GVS. Ágæt mæting var á fundinn og létt og skemmtileg stemming. Breyting varð á stjórn GVS þar sem þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Fráfarandi stjórnarmenn þeir Guðbjörn Ólafsson, Stefán Sveinsson, Hallberg Svavarsson og Sigurður J Hallbjörnsson, varamaður, hafa unnið mikið og gott starf fyrir klúbbinn undanfarin ár. Við viljum þakka þeim kærlega fyrir þeirra óeigingjörnu vinnu í þágu klúbbsins.

Ný stjórn var kosin og hana skipa:

Hilmar Egill Sveinbjörnsson formaður

Jón Ingi Baldvinsson varaformaður

Jón Páll Sigurjónsson gjaldkeri

Magnús Árnason ritari

Reynir Ámundason formaður vallarnefndar

Albert Ómar Guðbrandsson formaður mótanefndar

Sigurður Gunnar Ragnarsson formaður forgjafanefndar

Varamenn:

Ingibjörg Þórðardóttir 1.varamaður

Þorvarður Bessi Einarsson 2.varamaður

Kristinn Þór Guðbjartsson 3.varamaður

Mágnús Árnason og Sigurður Sigurjónsson eru skoðunarmenn reikninga. Rúrik Birgisson til vara.