Þessar eðalkonur voru að keppa fyrir hönd GVS á Grundarfirði.
Að sjálfsögðu stóðu þær sig með sóma.
GVS – Sími : 4246529. gvsgolf@gmail.com
Getraunanúmer 191
Þessar eðalkonur voru að keppa fyrir hönd GVS á Grundarfirði.
Að sjálfsögðu stóðu þær sig með sóma.
Meistaramót GVS 2021 fór fram á Kálfatjarnarvelli 23 -27 júní. Meistaramót eru alltaf skemmtileg, þó að veðurguðirnir hafi ekki alveg verið okkur hliðhollir í ár. Hér fylgja nokkrar myndir frá mótinu og 30 ára afmælishófi, sem haldið var í lok móts. Stjórn og mótanefnd þakka öllum sem tóku þátt, og eða litu við í hófið.
Glaðir veislugestir gæða sér á kræsingunum
Verðlaunahafar á Meistaramóti GVS 2021
1. sæti Heiður Björk Friðbjörnsdóttir.
2. sæti Sigurdís Reynisdóttir.
3. sæti Oddný Þóra Baldvinsdótti
1. sæti Helgi Runólfsson.
2. sæti Adam Örn Stefánsson.
1. flokkur karla.
1. sæti Sverrir Birgisson.
2. sæti Ríkharður Sveinn Bragason.
3. sæti Jóhann Sigurðsson.
1. sæti Sara-Yvonne Ingþórsdóttir.
2. sæti Elín Guðjónsdóttir.
3. sæti Sædís Guðmundsdóttir.
3. flokkur karla.
1. sæti Daníel Cochran Jónsson.
2. sæti Helgi Einarsson.
3. sæti Ómar Atlason.
Covid, jarðskjálftar já og eldgos! þetta þrennt hættir vonandi allt með tíð og tíma. Golf er að verða þjóðaríþrótt íslendinga, og ég hef enga trú á að það hverfi frá okkur nokkurn tíman. Það er því ekki úr vegi að hafa snyrtilegt og varanlegt í kring um golfskála. Það finnst okkur hjá GVS allavega. Nýjustu framkvæmdir í myndum!
Jæja nú höfum við öll trú á því að góða veðrið sé á næsta leiti, og gott golfsumar sé framundan. Fríður flokkur félaga í GVS hefur að undanförnu lagað aðstöðuna fyrir utan skálan, sem sagt byggt nýjan og stórglæsilegan pall. Svo allir geti hvílt lúgin bein með hvítvínsglas í hendi, ( svo vitnað sé í Berglindi Festival ) eftir góðan golfhring á Kálfatjarnarvelli.
Á laugardaginn síðastliðinn hélt GVS sína árlegu Bændaglímu. Þegar Bændaglíman er haldin. Þá er farið að líða að lokum golfvertíðarinnar það árið. Það er þó ekkert sem segir að ekki megi spila nokkra hringi í viðbót ef veður leyfir.
Á lokahófi sem fylgir í kjölfar Bændaglímunnar eru veitt verðlaun fyrir Bikarkeppni ársinns og Wendel mótaröðina.
Bikarmeistari GVS árið 2020 er Eymar Gíslason og Wendel meistari 2020 er Birgir Heiðar
Tvö lið kepptu á Bændaglímunni, bændur voru þeir Ómar Atlason og Birgir Heiðar.
Þannig fór að annað liðið vann, en hitt liðið vann ekki!
Stjórn og Mótanefnd þakka samveruna á árinu, og sjáumst öll hress að vori!
GVS sendir 2 lið í Íslandsmót golfklúbba, sem mun fara fram um helgina.
Meistaraflokkur mun spila á Ólafsfirði föstudag til sunnudags í 3 deild. liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum.
Adam Örn Stefánsson
Guðbjörn Ólafsson
Gunnlaugur Atli Kristinsson
Húbert Ágústsson
Ríkharður Bragason
Sverrir Birgisson
Liðstjórar Húbert og Ríkharður.
Öldungarnir munu keppa í 2 deild öldungaSandgerði, fimmtudag til laugardags. liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum.
Albert Ómar Guðbrandsson Þorvarður Bessi Einarsson
Hilmar Egill Sveinbjörnsson
Sigurður J Hallbjörnsson
Reynir Ámundason
Jóhann Sigurbergsson
Páll Skúlason
Magnús Jón Kristófersson
Úlfar Gíslason
Liðstjórar
Albert Ómar Guðbrandsson og Rúrik Lingberg Birgisson.
Hægt verður að fylgjast með framvindu mála á Golf.is.
Reynt verður svo að koma með fréttir og myndir hér inn eftir föngum.
Ps. Því miður eru áhorfendur ekki leyfðir vegna Covid-19.
Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna fór fram hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar dagana 25. – 27. júlí.
Alls tóku 6 golfklúbbar þátt og var leikið í einum riðli.
Hver klúbbur lék fimm leiki í riðlakeppni og efsta liðið fagnaði deildarmeistaratitli í 2. deild kvenna.
Golfklúbbur Akureyrar fagnaði sigri í deildinni efstir hörkukeppni gegn Nesklúbbnum.
1. Golfklúbbur Akureyrar (GA)
2. Nesklúbburinn (NK)
3. Golfklúbbur Fjallabyggðar (GFB)
4. Golfklúbbur Selfoss (GOS)
5. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
6. Golfklúbbur Grindavíkur
Því miður voru Grindvíkingar farnir heim, og er því ekki mynd af þeim hér.
Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar árið 2020 fór fram dagana 25.-28. júní. Alls tóku 40 kylfingar þátt í mótinu og voru það þau Adam Örn Stefánsson og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir sem fögnuðu klúbbmeistaratitli.
Meistaraflokkur karla:
1. Adam Örn Stefánsson, +26
2. Jóhann Sigurðsson, +27
Meistaraflokkur kvenna:
1. Heiður Björk Friðbjörnsdóttir, +32
2. Sigurdís Reynisdóttir, +59
3. Guðrún Egilsdóttir, +91
Öldungaflokkur karla:
1. Jóhann Sigurbergsson, +26
2. Guðbjörn Ólafsson, +39
3. Axel Þórir Alfreðsson, +54
Öldungaflokkur kvenna:
1. Hrefna Halldórsdóttir, 114 punktar
2. Jóhanna Halldórsdóttir, 68 punktar
Kvennaflokkur:
1. Sara Yvonne Ingþórsdóttir, 143 punktar
2. Hildur Hafsteinsdóttir, 128 punktar
3. Magdalena Wojtas, 108 punktar
1. flokkur karla:
1. Sverrir Birgisson, +30 ( vantar á mynd).
2. Gunnlaugur Atli Kristinsson, +31
3. Húbert Ágústsson, +46
2. flokkur karla:
1. Sigurður J. Hallbjörnsson, +69
2. Sveinn Ingvar Hilmarsson, +79
3. Úlfar Gíslason, +80
3. flokkur karla:
1. Eymar Gíslason, +88
2. Daníel Cochran Jónsson, +102
3. AlbertÓmar Guðbrandsson, +110
4. flokkur karla:
1. Ómar Atlason, 84 punktar
2. Svavar Jóhansson, 65 punktar. ( vantar á mynd).
Stjórn og mótanefnd óska öllum til hamingju með skemmtilegt mót.
Sjáumst öll og vonandi fleiri til á mæsta ári.