Kjörnefnd Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS)
Auglýsir eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund hans sem verður haldinn mánudaginn 2. febrúar nk. kl. 20:00 í golfskála GVS.
Um er að ræða framboð til formanns GVS til eins árs, varaformanns, ritara og formanns vallarnefndar til tveggja ára og tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs. Þá er kosið um þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi setu nema sitjandi formaður.
Frambjóðendur skulu vera félagsmenn í GVS. Framboð þurfa að berast kjörnefnd
eigi síðar en 29. janúar nk. kl. 14:00. Framboðum skal skila í tölvupósti á
tölvupóstfangið trausti@gardabaer.is, golfskali@simnet.is eða jon@vogar.is