FRESTUN Á GOLFKENSLU!

Kennslu sem átti að vera laugardaginn 29 maí verður frestað um viku, til laugardagsins 5. Júní.
Vegna mjög slæmrar veðurspár verðum við að fresta kennslunni sem vera átti 29 maí, um viku til laugardagsins 5. Júní. Þeir sem hafa skráð sig halda sínum tímum en geta breytt inni í skála ef þarf, annars má hafa samband við gvsgolf@gmail.com til að breyta tíma.
Kv Guðbjörn.

Nýliðar !

Ágætu félagsmenn GVS

Minnum á miðvikudagskvöldið 26.05 kl. 19:30 mun Sigurður J. Hallbjörnsson varaformaður GVS verða með nýliðakynningu fyrir félagsmenn GVS.

Þessi kynning er fyrst og fremst hugsuð fyrir nýliða í Íþróttinni, sérstaklega þau sem gengu í klúbbinn 2020 og 2021 og eru með forgjöf 30+, en allir eru velkomnir. Kynningin er öllum að kostnaðarlausu.

Þau atriði sem farið verður yfir verða:

  • Kynning á GVS
  • Kynning á Kálfatjarnarvelli, umgengni og siðareglur
  • Skráning á rástíma í Golfbox

Með von um góða þátttöku

Sigurður J. Hallbjörnsson

Varaformaður GVS