Golfsumarið 2021 er hafið!

Það má með sanni segja að golfsumarið 2021 sé hafið. Nóg að gera á Kálfatjarnavelli þessa fyrstu daga sumars. Þá fara mótin að detta inn á dagatalið. Fyrsta Wendel-mótið í innanfélags mótaröðinni okkar verður haldið miðvikudaginn 5. maí. Skráningu í fyrsta mót líkur kl 20 þann 4. maí. Það er opið fyrir skráningu á Golfboxinu. Nú skrá sig allir og verða með í sem flestum mótum. 4 mót af þessum 7 sem verða í sumar telja til vinnings. Sjáumst hress á Wendel 5. maí!
Einnig hefur verið opnað fyrir skráningu í bikarkeppni GVS, skráningu í bikarkeppnina líkur 14. maí!