Tímamót – Nýtt tölvu- og forgjafarkerfi

Golfsamband Íslands hefur nú gangsett nýtt tölvukerfi golfklúbbanna. Kerfið kallast GolfBox og eru golfklúbbarnir á fullu þessa dagana að innleiða kerfið hjá sér.

 

Eins og fram kom í frétt á föstudaginn hefur nýtt forgjafarkerfi, WHS, verið innleitt á Íslandi, samhliða gangsetningu GolfBox.

 

Mikilvægt er að þeir kylfingar sem stofna aðgang að kerfinu sýni þolinmæði og átti sig á að ekki eru allir golfklúbbar búnir að setja inn í kerfið upplýsingar um sína golfvelli, rástímaskráningu eða mót.

 

Áætlað er að innleiðing golfklúbbanna taki einhverjar vikur í viðbót en verði lokið áður en golftímabilið hefst.

 

Hvernig stofna ég aðgang inn á GolfBox?

  1. Ferð inn á www.golf.is.
  2. Smellir á Nýskráning efst í hægra horninu.
  3. Þá opnast vefsíða GolfBox
  4. Slærð inn kennitölu og eftirnafn þitt eins og það er skrifað með íslenskum stöfum.
  5. Smellir á Leita.
  6. Ef þú ert skráð(ur) sem virk(ur) félagi í golfklúbbi í kerfinu ertu látin(n) staðfesta að þetta sért þú og flyst þá yfir á Forsíðuna þína í GolfBox.
  7. Ef upplýsingar um þig birtast ekki við leit hefurðu samband við klúbbinn þinn.

 

Hvernig breyti ég notandanafni, lykilorði og netfangi?

Þú ferð í Forsíðan mín ofarlega vinstra megin á síðunni.

  1. Smellir á Breyta prófílnum.
  2. Neðarlega á síðunni smellir á Breyta notandanafni og aðgangsorði >.
  3. Slærð inn nýtt notandanafn og lykilorð.
  4. Slærð inn farsímanúmer og netfang.
  5. Smellir á Uppfæra >.

 

Smelltu hér til að skoða hjálparmyndband við nýskráningu https://youtu.be/sjwTsNUMFVo

Hermamót í Holtagörðum!

Kæru GVS-ingar! Þið megið alveg herma það uppá Mótanefndina, en nú á að blása til HERMAMÓTS. Mótið verður haldið í Holtagörðum laugardaginn 15 feb.2020.
Þið getið alveg sofið út eftir föstudagsdjammið, því við byrjum kl 19.00, já ég skrifaði kl 19.00, fyrir þá sem ekki vita er það svona ca um kvöldmatarleitið. Það eru bara 20 pláss laus, eða reindar bara 16 eftir núna. það liggur því lífið á að bóka sig, en það gerið þið hér undir í kommentum. eða sendið póst á rikki@ colas.is. tilkynna þarf um þáttöku sem fyrst til að geta staðfest fjölda herma.
Kv. Mótanefnd GVS.

Tilkynning frá Kjörnefnd GVS 2019

Tilkynning frá Kjörnefnd GVS

Til allra félaga í GVS.

Kjörnefnd Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) auglýsir eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund hans sem verður haldinn mánudaginn 2. Desember 2019 kl. 20:00 í golfskála GVS

Um er að ræða framboð til formanns til eins árs; gjaldkera, formann mótanefndar, formann vallarnefndar og formann forgjafarnefndar til tveggja ára. Þá er kosið um þrjá varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara, til eins árs.

Þeir sem gefa kost á sér til áframhaldandi setu í núverandi embætti eru:

formaður,

formaður vallarnefndar,

formaður forgjafarnefndar

Frambjóðendur skulu vera félagsmenn í GVS. Framboð þurfa að berast kjörnefnd eigi síðar en föstudaginn 29. Nóvember 2019 kl. 22:00. Framboðum skal skila í tölvupósti á tölvupóstfangið

siggi.hallbjorns@gmail.com

gvsgolf@gmail.com

jon@vogar.is

Kjörnefnd GVS

Sigurður J. Hallbjörnsson

Húbert Ágústsson

Jón Ingi Baldursson

 

Mánudaginn 2. des ! Aðalfundur GVS 2019

Aðalfundur GVS  mánudaginn 2.12.2019

 

Haldinn í Golfskálanum kl.20:00

Fundur settur.

Kosning fundarstjóra.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar, formaður Hilmar Egill Sveinbjörnsson

2.Skoðaðir reikningar GVS,  gjaldkeri Hildur Hafsteinsdóttir

3.Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur skv. 9. grein.

  1. Lagabreytingar

5.Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.

a,Formaður , til eins árs.

  1. Gjaldkeri til 2 ára

c.Formaður Mótanefndar, til 2 ára

d.formaður Vallarnefndar, til 2 ára

e.Formaður Forgjafarnefndar, til 2 ára

f. 3 varamenn til eins árs..

g.Tveir Skoðunarmenn reikninga. Og einn til vara.

6.Önnur mál.

Stjórn GVS

Hjóna og parakeppni GVS.

Opna Hjóna og parakepni GVS

er á morgun sunnudaginn 8. sept.
Opið fyrir skráningu til kl 23.00 í kvöld !
Glæsilegir vinningar frá Bláa lóninu
Eitt vinsælasta GVS-mótið undanfarin ár.
Félagar látið þetta mót ekki fram hjá ykkur fara.
Ekta golfveður á morgun.
Bara drífa sig í að skrá sig, og fara svo snemma að sofa!
Vakna hress og vera með.
Mótanefnd.

Bændaglíma GVS 2019

Búhjúarveisla (Bændaglíma) GVS 14. sept

MUNA AÐ SKRÁ SIG Á Golf.is

Er lokamót GVS þetta árið, og lokahóf !

Félögum er skipt up í 2 hópa, þar sem hóparnir keppa sín á milli. Mótið er fyrir alla félagsmenn, óháð forgjöf. Við hvetjum nýliða sérstaklega til að taka þátt. Keppt er með Texas fyrirkomulagi. Valdir eru 2 bændur sem stýra liðunum, og er síðan valið í 2 lið.
Bændur í ár eru Hildur Hafsteinsdóttir Holubani
og Gísli Eymarsson Bolabani

Þetta er skemmtilegasta mót ársins, Hér ræður léttleikinn för, golfið er aukaatriði.

Allir félagsmenn hvattir til að taka þátt. Glaumur og gleði að loknu móti.

Matur, drykkir, Árið gert upp í klúbbhúsi, verðlaun veitt fyrir bikar og Wendel.

Endilega takið daginn frá og skemmtum okkur öll saman í lok golfvertíðar 2019.

ÞETTA VERÐUR GEGGJAÐ STUÐ !!!!

Mynd frá Golfklúbbur GVS.