Masters 2018 í beinni ! Opið í Skála laugardag og sunnudag fyrir félagsmenn !

Opið verður í golfskála fyrir félagsmenn á laugardag  Masters í beinni kl 19.oo og sunnudag, Masters í beinni kl 18.00

Stjórnarmenn og þeir sem vilja hjálpa til að taka skálann í gegn, að þrífa og laga ýmislegt. mæting kl 16.00

Fólk má gjarnan taka með sér Hægindastól, Nei kanski þægilegan útilegustól eða samsvarandi, svo gætum við komið með snakk eða eitthvað til að maula á fram eftir kvöldi.

Útsendingu líkur um kl 23.30 á laugardag og kl 23.00 á sunnudag.

Allir félagsmenn velkomnir

Stjórnin.

Hermamót GVS17.2.18.

Í dag hélt GVS sitt fyrsta hermamót í Holtagörðum, Það er skemst frá því að segja að allir skemmtu sér konunglega, svo að væntanlega verður þetta ekki síðasta hermamótið á vegum GVS.Spilað var höggleikur með forgjöf, og vinningar fyrir fyrstu 3 sætin bæði í kvenna og karlaflokki.
Í fyrsta sæti í kvennaflokki varð Sigurdís Reynisdóttir á 75 höggum nettó, í öðru sæti varð Oddný Þóra á 87 höggum nettó, og í 3 sæti Stefanía B Reynisdóttir á 91 höggi nettó.
Í karlaflokki varð í 1 sæti Þorgeir S Jóhannsson á 65 höggum nettó, í 2 sæti Kjartan Einarsson á 68 höggum nettó, og í 3 sæti Ríkharður Bragason á 72 höggum nettó.Mótanefnd þakkar fyrir þáttökuna.

Golfdómaranámskeið GSÍ

Undanfarin ár hefur dómaranefnd GSÍ haldið héraðsdómaranámskeið í golfi á tímabilinu febrúar-mars ár hvert.

Þátttakendur sem standast héraðsdómarapróf hafa réttindi til að dæma í öllum almennum mótum golfklúbba, jafnt innanfélagsmótum sem opnum mótum.

Námskeiðið verður haldið í mars næst komandi ef næg þáttaka næst og samanstendur af fjórum kvöldfyrirlestrum.

Að þeim loknum geta þátttakendur valið úr tveimur dagsetningum til að þreyta héraðsdómaraprófið.

Dagsetningar héraðsdómaranámskeiðsins eru:

Fyrirlestrar: 6., 8., 12. og 14. mars, kl. 19:30 – 22:00

Próf: 17. og 22. mars (þátttakendur velja annan hvorn daginn)
Námskeiðið er haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Eins og síðustu ár verða fyrirlestrarnir í beinni útsendingu á YouTube og hentar það þeim sem ekki hafa tök á að mæta í Laugardalinn. Eftir skráningu á námskeiðið fá þátttakendur senda tengla á beinu útsendingarnar.

Dómaranefndin skorar á forráðamenn golfklúbba ræða við þá félaga sem gætu haft áhuga á að starfa fyrir klúbbinn á sviði mótahalds og dómgæslu og hvetja þá til að afla sér dómararéttinda. Einnig getur verið mjög praktískt að meðlimir mótanefnda klúbbanna sæki héraðsdómaranámskeiðið. Oft á tíðum sjá mótanefndarmenn um framkvæmd golfmóta og eru þá hvort eð er á staðnum þegar mót eru haldin.

Athygli er vakin á því að námskeiðið eru ókeypis.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst til domaranefnd@golf.is

Með kveðju,
Dómaranefnd GSÍ

Hermamótið Holtagörðum !

Sæl öll.

Nú líður að Hermamótinu í Holtagörðum. sem haldið verður á laugardaginn 17 feb. mæting er kl 9.30.
verð er 4.500.00 kr pr mann, sem skal leggjast inn á reikning 344-26-8311. kt. 0607516849
Fyrir kl 13.oo á föstudaginn 16 feb.
Eftirtaldir eru skráðir, og vantar því einn í mótið.
1. Albert
2. Kjartan Einarsson
3. Adam Örn
4. Reynir Ámundason
5. Hallberg
6. Úlfar
7. Rikkharður
8. Rúrik
9. Bessi
10. Sigurdís
11. Stefanía
12 Jóhann berg
13. Þorgeir Stefán, ( Stefanía eða Jóhann, viljið þið vinsamlegast láta hann vita af þessum pósti, þar sem ég hef ekki póstfangið hanns.
14.Oddný Þóra
15. Ingibjörg
16. Elín.
17. Guðrún Ardrésdóttir
18 Sigurður J
19.Kristján Hjelm
20.
 Þeir sem hafa áhuga á að bætast við vinsamlega hafið samband við Albert á póstfangið albert.gudbrandsson@gmail.com.
Þeir sem ekki verða búnir að greiða kl 13.á föstudaginn, teljast ekki með og mun mótanefnd reyna að filla í þau plás sem vantar uppá þá.
f.h. Mótanefndar.

Kv.

Albert Ómar Guðbrandsson
sími 6618467

Vinnudagur í skemmu GVS

Góðan daginn ágætu GVS félagar !
Laugardaginn 3 Febrúar er vinnudagur í skemmunni (loftaklæðning) hvet alla þá sem geta aðstoðað að mæta fleiri hendur vinna betra verk. Mæting kl 12:00

PS: það er enginn verri en annar
Kv nefndin

Innanfélagsmót í golfhermum !

GVS heldur innanfélags golfmót í Holtagörðum, Laugardaginn 17 feb. 2018.
Keppt verður í öllum 5 hermunum hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum.
20 félagsmenn komast í mótið, fyrstu 20 sem skrá sig.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í kvennaflokki og fyrstu 3 sætin í karlaflokki
Verð er 4500 á mann ( sem er kostnaðurinn við leiguna á herminum).
Flott veitingahús er á staðnum, og getur fólk fengið sér veitingar fyrir, á meðan og eftir mót.

Skráning fer fram hér á fésbókarsíðunni, https://www.facebook.com/gvsgolf/  eða hjá rikki@colas.is eða albert.gudbrandsson@gmail.com

Við lofum logni og hita 20+ en getum því miður ekki lofað sól.

Aðalfundarboð GVS.

Aðalfundur GVS  4.12.2017

Haldinn í golfskálanum kl.20:00

Fundur settur.

Kosning fundarstjóra.

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar, formaður Hilmar Egill Sveinbjörnsson

2.Skoðaðir reikningar GVS,  gjaldkeri Jón Páll Sigurjónsson

3.Umræður og atkvæðagreiðsla um tillögur skv. 9. grein.

4.Kosning stjórnar og varamanna í stjórn.

a,Formaður , til eins árs.

b.Gjaldkera, til tveggja ára.

c.Ritari, til tveggja ára.

d.Formaður golfvallarnefndar, til tveggja ára.

e.Formaður mótanefndar, til tveggja ára.

f.Formaður forgjafanefndar, til tveggja ára.

g. 3 varamenn til eins árs..

h.Tveir Skoðunarmenn reikninga. Og tveir til vara.

5.Önnur mál.

Mbk. Húbert Ágústsson

Framkvæmdastjóri

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar

Sími:8214266

gvsgolf@gmail.com

www.gvsgolf.is