Sveitakeppni 8 ágúst

Kæru félagar.
Þann 8 ágúst hefst sveitakeppni 4 deild á okkar fallega velli Kálfatjörn þar sem sveit GVS mun spila, OKKUR VANTAR AÐSTOÐ FRÁ ÞÉR.
Þú kæri félagi getur komið og aðstoðaða við framkvæmd mótsins þ,e,s nánast allt, eins vantar okkur í sveitinni stuðning frá þér hvort hann er í formi að labba með og hvetja áfram eða hreinlega að draga kerruna fyrir okkur, okkur vantar bæði, og þess vegna biðla ég til ykkar, sá stuðningur er okkur mikilvægur
Eins veit ég að þeim Hallbergi og Húbba vantar aðstoð.
Við erum ekki mörg í GVS en við erum samt best og lang flottust og því veit ég að þið munuð koma og hjálpa okkur að ná okkar markmiði í þessu móti, sem er einfalt 3 deild á næsta ári og með ykkar aðstoð er ég viss um að það takist.
Munið helgin eftir verslunarmannahelgi þ,e,s föstudag, laugardag og sunnudag er mótið.

Kær golfkveðja.
Guðbjörn.