Bikarkeppni GVS 2020

Bikarkeppni GVS 2020. Skráning í Golfboxinu Skráningu líkur 15. maí.
Hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt. Bikarkeppnin er úrsláttarkeppni, þar sem dregnir eru 2 sem spila saman, keppnin er holukeppni með forgjöf. Sá sem sigrar kemst áfram í næstu umferð, þar til að 2 keppa til úrslita. Allir hafa því jafna möguleika til að verða Bikarmeistari GVS 2020.

Hermamót í Holtagörðum!

Kæru GVS-ingar! Þið megið alveg herma það uppá Mótanefndina, en nú á að blása til HERMAMÓTS. Mótið verður haldið í Holtagörðum laugardaginn 15 feb.2020.
Þið getið alveg sofið út eftir föstudagsdjammið, því við byrjum kl 19.00, já ég skrifaði kl 19.00, fyrir þá sem ekki vita er það svona ca um kvöldmatarleitið. Það eru bara 20 pláss laus, eða reindar bara 16 eftir núna. það liggur því lífið á að bóka sig, en það gerið þið hér undir í kommentum. eða sendið póst á rikki@ colas.is. tilkynna þarf um þáttöku sem fyrst til að geta staðfest fjölda herma.
Kv. Mótanefnd GVS.

Hjóna og parakeppni GVS.

Opna Hjóna og parakepni GVS

er á morgun sunnudaginn 8. sept.
Opið fyrir skráningu til kl 23.00 í kvöld !
Glæsilegir vinningar frá Bláa lóninu
Eitt vinsælasta GVS-mótið undanfarin ár.
Félagar látið þetta mót ekki fram hjá ykkur fara.
Ekta golfveður á morgun.
Bara drífa sig í að skrá sig, og fara svo snemma að sofa!
Vakna hress og vera með.
Mótanefnd.

Bændaglíma GVS 2019

Búhjúarveisla (Bændaglíma) GVS 14. sept

MUNA AÐ SKRÁ SIG Á Golf.is

Er lokamót GVS þetta árið, og lokahóf !

Félögum er skipt up í 2 hópa, þar sem hóparnir keppa sín á milli. Mótið er fyrir alla félagsmenn, óháð forgjöf. Við hvetjum nýliða sérstaklega til að taka þátt. Keppt er með Texas fyrirkomulagi. Valdir eru 2 bændur sem stýra liðunum, og er síðan valið í 2 lið.
Bændur í ár eru Hildur Hafsteinsdóttir Holubani
og Gísli Eymarsson Bolabani

Þetta er skemmtilegasta mót ársins, Hér ræður léttleikinn för, golfið er aukaatriði.

Allir félagsmenn hvattir til að taka þátt. Glaumur og gleði að loknu móti.

Matur, drykkir, Árið gert upp í klúbbhúsi, verðlaun veitt fyrir bikar og Wendel.

Endilega takið daginn frá og skemmtum okkur öll saman í lok golfvertíðar 2019.

ÞETTA VERÐUR GEGGJAÐ STUÐ !!!!

Mynd frá Golfklúbbur GVS.

Úrslit í firmakeppni GVS og Wirtgen

 

Kylfingur punktar
Stofnfiskur 1 52
Colas 46 
Útgerðafélag Íslands 45
Nesbú 44
Nói Síríus 44
Ás smíði 43
147 Ehf 42
Colas 2 41
Beitir 40
Kvika 40
Sos 1 40
Arctica finance 39
Wirtgen 2 39
JÁS Lögmenn 38
Stofnfiskur 2 38
Vogar 38
Wirtgen 1 38
Gámaþjónustan 37
Jónsi 37
Fjarðarkaup 36
Morenot 35
Múrfell 35
Sos verra liðið 35
Drafnarfell 32
colas1 31
MHG 31
Aalborg Portland 21
DNA 0

Lengsta dræf kvenna Sigurdís Reynisdóttir
Lengsta dræf Karla Húbert Ágústsson
Næstur holu á 3 braut Jón Jóhannsson
Næstur holu á 8 braut Hildur Hafsteinsdóttir