Meistaramót GVS 2019. Rástímaskráning.

Meistaramót GVS hefst á fimmtudagin 27 júní.
Þeir sem spila 3 daga spila föstudag, laugardag og sunnudag. Þ.e. 4. flokkur, Öldungar punktakeppni og konur punktakeppni.
Þeir sem hafa skráð sig Geta nú skráð sig á rástíma í rástímaskráningu á Golf.is. Fyrir fimmtudag,og eða föstudag. getið valið hvenær þig spilið þá daga.
Þeir sem ekki eru búnir að skrá sig, eru hvattir til að gera það sem fyrst!
Allar nánari uppl. á Golf.is
 
Kveðja mótanefnd.

Meistaramót GVS 2019.

Góðan daginn kæru félagar

Nú styttist Meistaramót GVS sem haldið verður dagana 27-30 Júní, allir félagsmenn GVS hvatir til að taka þátt og gera sér og öðrum glaða daga

Allar nánari upplýsingar um mótið og skráningu er að finna á golf.is

Allir sem ætla að taka þátt þurfa að vera með virka forgjöf og vera búnir að greiða árgjaldið

Mótanefnd.

Sleggjan 2019

 

Af óviðráðanlegum orsökum, hefur GVS þurft að aflýsa SLEGGJUNNI sem fram átti að fara á morgun 1. júní 2019..

 

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar kynnir með stolti Sleggjan 2019

Sleggjan er texas scramble karla mót þar sem fjórir keppa saman í liði

Fyrir komu lagið er einfalt fjórir saman í liði forgjöf allra deilt með fimm (vallarforgjöf) og er það forgjöf liðsins

Nándarverðlaun á par 3 holum 3/8 – 12/17

vinningar fyrir fyrstu 3 Sætin og sigurvegarar mótsins koma til með að hampa hinum eftirsótta bikar sleggjunni 2019

kanski verður hent í skemmtilegar þrautir á leiðinni

gjaldi í mótið er stilt hóf og er það aðeins 15000 kr á lið

Með von um góða skemmtun

Mótanefnd GVS

ps: mögulega verður bíll á rúntinum með svaladrykki.

 

WENDEL MÓTARÖÐIN !

Kæru GVS félagar, nú er komið að því !
Wendel mótaröðin hefst með fyrsta mótinu miðvikudaginn 8. maí. Þið skráið ykkur í mótið á golf.is, síðan þarf að skrá sig sérstaklega á rástíma í Rástímaskráningunni á Golf.is. 7 mót framundan í sumar, aðeins 4 telja. Á ekki örugglega að vera með í sumar ?

 

Bændaglíma GVS 2018

Bændaglíma GVS fór fram á Kálfartjarnarvelli í dag 29 sept 2018.
Bændur voru Úlfar og Sigurdís, Lið Sigurdísar vann.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir Bikarkeppnina, og hlaut þau Ríkharður Bragason. og Wendel mótaröðina, en Ingibjörg Þórðardóttir vann hana.
Í Bændaglímunni voru einnig veitt verðlaun næstur holu á 3 braut, og hlaut Hallberg þau verðlaun, og eftir 2 högg á 1 braut, og hlaut Reynir þau verðlaun.

Mótanefnd þakkar öllum sem tóku þátt í mótum klúbbsinns á árinu og vonumst til að sjá ykkur öll á næsta GOLF-ári.

Með bestu kveðju og þökk fyrir sumarið Stjórn og Mótanefnd GVS

.