Því miður verður völlurinn lokaður áfram vegna mikillar bleytu,tekið var prufulabb um völlinn og eru svæði á honum sem færu fljótt illa við gangandi umferð.Opið verður á nokkrum völlum eins og GG GS GSG og um að gera að hita upp á þeim.
Category: Uncategorized
Dómaranámskeið
Nú er að byrja héraðsdómaranámskeið hjá GSÍ, þeir sem áhuga hafa að fara á námskeiðið skoðið linkinn.
Skráningarfrestur er til hádegis 24 mars.
Árgjald í GVS óbreytt milli ára – kennsla og æfingaboltar innifaldir í árgjaldi.
6/2/14 10:36
Aðalfundur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar var haldinn mánudaginn 27. janúar. Á dagskrá voru venjuleg aðlfundarstörf. Samþykkt var að halda árgjöldum óbreyttum fyrir árið 2014. Æfingaboltar og golfkennsla verða áfram innifalin í árgjaldinu. Aðalfundur veitti stjórn heimild til þess að hefja framkvæmdir við áhalda- og æfingaaðstöðu. Sitjandi stjórn gaf áfram kost á sér fyrir utan Jón Mar Guðmundsson og eru honum þökkuð vel unnin störf. Nýir aðilar í stjórn voru kosnir þeir Hilmar Egill Sveinbjörnsson og Sigurður J. Hallbjörnsson.
Ársreikningur félagsins 2013 ber nokkurn keim af blautu sumri 2013. Tekjur á milli ára lækka um 7% sem verður samt að teljast nokkuð góður árangur, miðað við það að félags- og vallargjöld lækkuðu um 11,3%. Með aðhaldi í rekstri og útsjónarsemi vallarstjóra og stjórnarmanna tókst að ljúka árinu 2013 nokkurn veginn á núlli. EBITDA var jákvæð um rúmar 2,0 milljónir. Rekstrarhalli var 0,5 milljónir.
Stjórn Golfklúbbs Vatnsleysustrandar er skipuð:
Andrés Guðmundsson | formaður |
Jón Ingi Baldvinsson | varaformaður |
Jón Páll Sigurjónsson | gjaldkeri |
Stefán Sveinsson | formaður vallarnefndar |
Hallberg Svavarsson | formaður mótanefndar |
Guðbjörn Ólafsson | formaður forgjafanefndar |
Magnús Árnason | ritari |
Hilmar Egill Sveinbjörnsson |
varamaður |
Sigurður J. Hallbjörnsson
Þorvarður Bessi Einarsson |
varamaður
varamaður |
Aðalfundur GVS.
Aðalfundur GVS verður haldinn mánudaginn 27. jan 2014 í Golfskála GVS kl. 20.00
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Gleðileg jól félagsmenn og landsmenn allir.
Haustmótaröð 2013 Úrslit.
Haustmótaröð Gvs lauk laugardagin 26. okt.
Úrslit voru eftirfarandi. en veitt voru verðlaun fyrir fyrstu 3. sætin í Höggleik og 10 sætið. einnig í punktakeppni fyrstu 3 og 10. sæti. ekki var hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Höggleikur. 1. sæti Snorri Jónas Snorrason með 166 högg. 2. sæti Hallberg Svavarsson með 178 högg 3. sæti Heimir Lárus Hjartarson með 179 högg. 10 sæti Albert Ómar Guðbrandsson 234 högg. Puntakeppni. 1. sæti. Björn Arnar Rafnsson með 73 punkta. 2. sæti. Kristinn Ástvaldsson með 70 punkta 3. sæti. Kristján Valtýr K. Hjelm með 62 punkta. 10 sæti Magnús Már Júlíusson með 40 punkta.
JÓLABÍNGÓ GVS
Haustmótaröð GVS. eitt mót eftir.
Nú líður að síðasta mótinu móti 6 í Haustmótaröð GVS. Mikil spenna er framundan á síðasta mótinu.
Í höggleik eru í 1 . sæti Snorri Jónas Snorrason með 166 högg í 4 mótum.
2. sæti Hallberg Svavarsson með 181 högg í 4 mótum.
3. sæti Þorvarður Bessi Einarsson með 201 högg í 4 mótum.
4. sæti Kristján Valtýr K Hjelm með 202 högg í 4mótum.
Auk þessara eru nokkrir sem hafa tekið þátt í 3 mótum mjög líklegir í vinningssæti.
Í puntakeppninni er staðan þannig.
1. sæti með 68 punta er Snorri Jónas Snorrason.
2. sæti Hallberg Svavarsson með 60 punta
3. sæti Kristján Valtýr K Hjelm með 58 punta
4. sæti Þorvarður Bessi Einarsson með 57 punta.
Það sama á við hér nokkrir sem eru bara búnir með 3 mót geta blandað sér í toppsæti.
ATH. ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum.
Veðurspáin fyrir laugardaginn er góð, og því stefnt að því að klára mótið þá, og hafa svo verðlaunaafhendingu eftir að síðustu menn koma inn
Haustmótaröðin ! Haustmótaröðin ! !
5. Mótið í haustmótaröðinni er á laugardaginn. Munið að skrá ykkur og skoðið veðurspánna. það er spáð flottasta haustveðri, hægur vindur og einhverjar gráður í +.
Ath. það eru margir sem eiga möguleika á vinningi. svo það er bara að mæta og standa sig.