Á laugardaginn síðastliðinn hélt GVS sína árlegu Bændaglímu. Þegar Bændaglíman er haldin. Þá er farið að líða að lokum golfvertíðarinnar það árið. Það er þó ekkert sem segir að ekki megi spila nokkra hringi í viðbót ef veður leyfir.
Á lokahófi sem fylgir í kjölfar Bændaglímunnar eru veitt verðlaun fyrir Bikarkeppni ársinns og Wendel mótaröðina.
Bikarmeistari GVS árið 2020 er Eymar Gíslason og Wendel meistari 2020 er Birgir Heiðar
Tvö lið kepptu á Bændaglímunni, bændur voru þeir Ómar Atlason og Birgir Heiðar.
Þannig fór að annað liðið vann, en hitt liðið vann ekki!
Stjórn og Mótanefnd þakka samveruna á árinu, og sjáumst öll hress að vori!