Nýr héraðsdómari.

GVS hefur eignast nýjan héraðsdómara Guðmundur Brynjólfsson hefur lokið prófi héraðsdómara og staðist það með ágætum.

Við óskum Guðmundi innilega til hamingju, og hlökkum til að njóta krafta hanns í þessu nýja hlutverki.

Breytingar á heimasíðu !

Sælir félagar.

Nú standa yfir breytingar á heimasíðu GVS. Breytingarnar munu taka einhvern tíma, og getur því síðan breyst frá degi til dags.

Þeir sem hafa ábendingar um það sem betur má fara, eða ef ykkur finnst eitthvað vanta, meiga gjarnan senda ábendingarnar á póstfangið albert.gudbrandsson@gmail.com

Framboð til stjórnar GVS.

frambod-v-adalf-5-des_-2016-auglyst-eftir-1

 

Til allra félaga í GVS.

 

 

 

Kjörnefnd Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS) auglýsir eftir framboðum til stjórnar klúbbsins fyrir aðalfund hans sem verður haldinn mánudaginn 5. desember 2016 kl. 20:00 í golfskála GVS.

Um er að ræða framboð til formanns til eins árs; varaformanns, ritara og formanns aganefndar til tveggja ára. Þá er kosið um þrjá varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga og einn til vara, til eins árs.

Þeir sem gefa kost á sér til áframhaldandi setu eru: formaður, ritari,         form. aganefndar, tveir varamenn í stjórn, tveir skoðunarmenn reikninga og varamaður þeirra.
Frambjóðendur skulu vera félagsmenn í GVS. Framboð þurfa að berast kjörnefnd eigi síðar en 1.desember nk. kl. 14:00. Framboðum skal skila í tölvupósti á tölvupóstfangið  jon@vogar.is,  gvsgolf@gmail.com    eða albert.gudbrandsson@gmail.com

 

Kjörnefnd GVS

 

Albert Ómar Guðbrandsson

Húbert Ágústsson

Jón Ingi Baldvinsson

REK 2016. fyrsta móti lokið.

10361336_243133389211204_3937912311294568377_nFyrsta mótið í REK mótaröðinni fór fram 21.maí á Kálfatjarnarvelli.
Úrslit eru með fyrirvara um að allir karlar séu skráðir í réttan aldursflokk,og eða á réttum teigum. Úrslit eins og þau liggja fyrir núna eru eftirfarandi.
Konur 45 ára og eldri.
1 Sædís Guðmundsdóttir GVS 29 punktar
2 Steinunn Ingibj Gunnlaugsdóttir GVS 27 punktar
3 Anna María Sveinsdóttir GS 27 punktar
Karlar 50 – 64 ára.
1 Sveinn Hans Gíslason GSG 34 punktar
2 Sigurður Jónsson GG 34 punktar
3 Daníel Einarsson GSG 33 punktar
Karlar 65 ára og eldri
1 Bjarni Andrésson GG 34 punktar
2 Jón Páll Sigurjónsson GVS 34 punktar
3 Einar S Guðmundsson GSG 32 punktar
Næstur holu á 3/12. Daníel 1,90 m
Næstur holu á 8/17. Sveinn Ísaks 3,90 m
og geta þeir nálgast vinninga sína í Golfskála GVS.

Opna Texas Scramble Öryggismiðstöðin

Upplýsingar

Öryggismiðstöðin Opna Texas Scramble.

Laugardaginn 28 maí.

 

Leikið verður 2 manna Texas Scramble. Samanlögð grunnforgjöf er lögð saman og deilt í með 5. ATH. hæst gefin forgjöf getur ekki orðið hærri en sem nemur forgjö lægri keppanda.

 

Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin, Verðlaunin eru Öryggisvörur frá Öryggismiðstöð Íslands.

 

1. verðlaun 2 x Léttvatnsslökkvitæki að verðmæti samtals rúmar 20.000 kr.

 

2. verðlaun 2 x Sjúkrapúði að verðmæti rúmar 15.000 kr.

 

3. verðlaun 2 x Eldvarnarteppi og reykskinjari að verðmæti samtals cca 10.000 kr.

 

Mótsgjald er kr 4000 á hvern keppanda.