Vetrarvöllur – opið fyrir félagsmenn

Nú hefur verið sett yfir á vetrarflatir hjá GVS. Völlurinn er aðeins opinn fyrir félagsmenn og er spilaður í þessari röð: 4,5,6,7,8,9,1og 2. Þriðja holan er ekki spiluð yfir vetrartímann. Vinsamlegast tíið upp á brautum eða færið boltann yfir í röffið. Bannað er að slá af teigum og inn á flatir.

Gangið vel um völlinn í vetur þá fáum við betri völl að vori.

Kv. vallarstjóri.

Sveitakeppni GSÍ

15/8/09 16:48

Helgina 7-9 ágúst tók Golfklúbbur Vatnsleysustrandar þátt í sveitakeppni 4. deildar sem haldin var hjá Golfklúbbnum Geysi. Alls tóku 13 sveitir þátt í keppninni sem er met þátttaka í 4. deild. Veður var mjög gott þrátt fyrir úrhellis rigningu seinni part laugardags. Aðstæður, völlur og umgjörð var til fyrirmyndar þessa helgi. Haukadalsvöllur er mjög erfiður en skemmtilegur, árangur okkar manna var sá besti hingað til og endaði GVS í 3. sæti en það vantaði ekki nema örfá högg til að komast upp í 3 deild. Það kemur bara á næsta ári.

 

 

Sveit GVS skipuðu

Ragnar Davíð Riordan

Reynir Ámundason

Gestur Már Sigurðsson

Páll Arnar Sveinbjörnsson

Ágúst Ársælsson

Grétar Agnarsson Liðsstjóri.

Bændaglíma – lokahóf

Minnum félagsmenn á bændaglímuna og lokahófið laugardaginn 26. september.

Mæting stundvíslega kl. 14:00 og þá verður raðað í lið. Skráning á Golf.is er eingöngu til að tilkynna þátttöku ekki skráning á rástíma.

Ræst verður út af öllum teigum kl. 14:30
Matur kl.19:00 og lokahóf þar sem afhent verða verðlaun fyrir Stigamótaröðina og Bikarmeistara GVS.

Mótsgjald kr. 3.000.- matur innifalinn (1.500 kr. fyrir þá sem ekki taka þátt í mótinu).

Ath. lokað verður fyrir skráningu kl. 12:00 föstudaginn 25. September þeir sem ætla að mæta í lokahófið en taka ekki þátt í mótinu þurfa einnig að tilkynna það fyrir þann tíma í síma: 424-6529 eða á golfskali@simnet.is

Opið kvennamót Artdeco

Glæsilegt opið kvennamót sem er í boði Artdeco á íslandi ehf.

Verður haldið að Kálfatjarnarvelli laugardaginn 15. ágúst.
Keppt verður í punktakeppni með forgjöf og höggleik án forgjafar.

Verðlaun:
Punktakeppni
1. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 30.000,-
2. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 20.000,-
3. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 16.000,-

Höggleikur án forgjafar:
1. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 30.000,-
2. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 20.000,-
3. Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 16.000,-

Að auki verða veitt verðlaun fyrir:
Lengsta teighögg á 6/15 braut að verðmæti kr. 15.000,-
Nándarverðlaun á 3/12 holu að verðmæti kr. 15.000,-

Teiggjafir: Artdeco snyrtivörur að verðmæti kr. 3.700,-
Dregið verður úr 10 skorkortum í mótslok og er hver vinningur að verðmæti kr. 4.200,-

Boðið er upp á Gúllassúpu m/brauði ásamt drykk að leik loknum.

Mótsgjald kr. 3.000.-

Stigamótin

Það er mikil keppni í stigamótaröðinni og eru þó nokkrir kylfingar sem eru að berjast um sigur. Árni Freyr leiðir mótið en Helgi Axel hefur sótt verulega að honum í síðustu tveimur mótum en fast á hæla þeim koma Bjarki Bárðarson, Reynir Ámundason og Skúli Bjarnason.

Staða fimm efstu:
Árni Freyr Ársælsson          75 punktar
Helgi Axel Sigurjónsson      74 punktar
Bjarki Bárðarson                71 punktur
Reynir Ámundason           70 punktar
Skúli Bjarnason                68 punktar

Næsta stigamót verður haldið 5. ágúst n.k. og er það sjötta stigamótið af sjö.

Mótanefnd.