M-mót 3 Draumahringurinn

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar (GVS)
3. júní 2015
Almennt
Kálfatjarnarvöllur
15.05.15 – 03.06.15
Ekki er hægt að greiða með Visa eða Mastercard við skráningu á netinu
Einn flokkur karla og kvenna : 1500 ISK     Skrá í mót
DSC_0003

Upplýsingar

M-mótaröðin telur 9 mót og telja 6 bestu. Mótaröðin er punktamót. Inn í mótaröðina fléttast Draumahringurinn sem virkar þannig að besta skor á hverja holu úr öllum spiluðum mótum hvers kylfings telja í Draumahringinn og verður verðlaunað fyrir besta skor bæði með og án forgjafar

Styrktarmót GVS Úrslit.

Úrslit úr styrktarmóti GVS

     11231021_384338251757383_5849822268508383660_n 1 Guðbjörn Ólafsson GVS 0 F 37 34 71 -1 71     

11393020_384338315090710_2855813437819526731_n
2 Guðni Vignir Sveinsson GS 1 F 35 38 1 73

11140235_384338385090703_6454580860640930723_n

3 Ágúst Ársælsson GVS -1 F 38 36 74 2 74

 

Punktar karla

10469221_384339561757252_1164504912712542522_n (2)

 

 

 

 

1 Kristján Valtýr K Hjelm GS 21 F 23 18 41 41

10302099_384338411757367_7816480151430481821_n

2 Sigurður Gunnar Ragnarsson GVS 8 F 23 18 41

11231021_384338251757383_5849822268508383660_n
3 Guðbjörn Ólafsson GVS 0 F 17 20 37 37 37

11224331_384339691757239_4536027272383122853_n (1)

4 Jón Ingi Baldvinsson GVS 16 F 16 20 36 36

Punktar kvenna

 

11215720_384338471757361_1266225644005450071_n

1 Sigurdís Reynisdóttir GVS 21 F 21 13 34 34 34

11391394_384338498424025_1795682278132235762_n

2 Heiðrún Harpa Gestsdóttir GSE 16 F 12 18 30 30

11392850_384338531757355_1108513805262886696_n

 

3. Heiða Guðnadóttir GM -1 F 13 16 29 29 29

Við þökkum kærlega fyrir veittan stuðning. Dagurinn í dag heppnaðist í alla staði mjög vel. Veðrið var gott og völlurinn góður. Skemmtilegir og hressir keppendur sem mættu til okkur. Takk kærlega fyrir okkur

Opið fyrir skráningar

Styrktarmótið er haldið í dag sunnudag. Það er gott veður, austan 7 metrar og 6 stiga hiti. Samkvæmt spám mun vindur ganga enn meira niður þegar líður á morguninn og hitinn nær jafnvel 12 gráðum. Kjörið til þess að skella sér í opið mót á Kálfatjörn. Völlurinn er iðagrænn og í flottu ástandi. Við munum hafa opið fyrir skráningu til klukkan 11. Enn eru lausir rástímar og um að gera að skella sér í mót með fjölmörgum vinningum. Vinningaskrá má sjá hér neðar á síðunni.

Styrktarmótið fært yfir á sunnudag.

Styrktarmótið hefur verið fært yfir á sunnudag vegna leiðinda veðurs sem spáð er á laugardaginn. Samkvæmt spám á veður á sunnudag að vera rólegur vindur, skúrir og milt og gott veður. Kjörið golfveður. Rástímar halda sér frá laugardeginum. Lágmarksfjöldi er 30 manns.

 

Mótastjórn

Styrktarmót fyrir sveitir GVS

Styrktarmót fyrir sveitir GVS.

Laugardaginn 30 mai mun verða stórskemmtilegt styrktarmót fyrir sveitir GVS. Við höfum fengið til liðs við okkur frábær fyrirtæki sem hafa lagt okkur lið. Vinningar verða veittir fyrir fyrstu 3 sætin í höggleik. Fyrstu 3 sætin í punktakeppni auk þess verða veitt verðlaun fyrir flesta punkta í þremur efstu sætunum í kvennaflokki. Nándarverðlaun á 3 og 8 holu sem og verðlaun fyrir þá sem hafna í 9 og 12 sætinu. Púttkeppni verður í boði og verðlaun veitt fyrir fyrsta sætið. Ekki er hægt að vinna til verðlauna bæði fyrir punkta og höggleik.

10341422_240102689514274_4952655915190818386_n (1)

Verðlaun fyrir höggleik

1. Gisting og golf á Hamri Borgarnesi
2. Flugger málning + gjafabréf í bauhaus
3. Rönning + útilegusett frá Byko

Punktakeppni:

1. Veglegur vinningur frá Bláa lóninu
2. Gjafabréf frá Fjarðakaup + Rauðvín og hvítvín
3. Cintamani golfbolur + matur frá kjarnafæði

Konur punktar:

1. Cintamani bolur + skart frá Rósitu
2. Lúffur, regnhlíf og boltar frá Íslandsbanka. Skart frá Rósitu
3. BanKúnn restaurant fyrir 2. Skart frá Rósitu

7 sætið

Þurrsteikingarpanna

12 sætið.

Nammi frá Góu + vörur frá Kjarnafæði

Nándarverðlaun

3 hola – Út að borða fyrir 2 á Gamla pósthúsinu Vogum

8 hola – Út að borða fyrir 2 á Hamborgarafabrikkunni

Púttmót

Vinningur frá Rönning+vörur frá Kjarnafæði

Stórskemmtilegt mót framundan þar sem gleðin ræður ríkjum og völlurinn kominn í gott form þrátt fyrir kuldann síðustu vikur. Við vonumst til að sjá sem flesta 🙂

Þáttökugjald aðeins 3500 kr. Skráning fer fram á golf.is

Mótastjórn

M-mót 2 Draumahringurinn GVS 27.05.15

Miðvikudaginn 27 maí er annað M mótið . M-mótaröðin telur 9 mót og telja 6 bestu.  Mótaröðin er punktamót. Inn í mótaröðina fléttast Draumahringurinn, sem virkar þannig að besta skor á hverja holu úr öllum spiluðum mótum hvers kylfings telja í Draumahringinn. Verður verðlaunað fyrir besta skor bæði með og án forgjafar Skrá í mót.

Einnig má minna á REK mót í Sandgerði á fimmtudag.

og

Styrktar mót fyrir sveitir GVS vegna þáttöku í sveitakeppni GSÍ í sumar, á laugardag.

IMG_0019

REK mótaröðin hefst í Grindavík á morgun 20 maí !

 

0010558

Þá er komið að Mótaröð eldri kylfinga á Suðurnesjum. Það er bæði keppni á milli klúbbana sem og einstaklingskeppni.

Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Konur 45 ára og eldri
Karlar 50–64 ára
Karlar 65 ára og eldri

Hámarksforgjöf kvenna er 36

Hámarksforgjöf karla 28

Fyrsta mótið er hjá Golfklúbbi Grindavíkur (GG)
Dagsetning 20. maí 2015

Hvetjum GVS félaga til að mæta og taka þátt.

Vinavalla samningur við Golfklúbb Hellu.

GVS hefur gert vinavalla samning við golfklúbb Hellu. Nú kostar aðeins 2500 kr fyrir félagsmenn GVS að spila þennan skemmtilega völl.
Strandarvöllur er 18 holu golfvöllur í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík og er mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Af vellinum er góð fjallasýn og ber þar helst að nefna eldfjöllin Heklu, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.